Innlent

Viðræðurnar sigla enn í strand

Aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið sigldu enn eina ferðina í strand í gær og ekki tókst að ná sátt um drög að samningum, eins og til stóð. Utanríkisráðherrum sambandsins, sem eru samankomnir í Lúxemborg, tókst ekki að sannfæra Austurríkismenn um að gefa grænt ljós á aðild Tyrkjanna. Stjórnvöld í Austurríki telja nóg að veita þeim sérstaka samningsstöðu við sambandið, án fullrar aðildar, en það taka Tyrkir ekki í mál. Samhljóða samþykki allra tuttugu og fimm aðildarþjóðanna þarf til að hefja eiginlega samninga um aðild Tyrklands. Nú í morgunsárið hefjast fundarhöld að nýju þar sem reynt verður til þrautar að sannfæra utanríkisráðherra Austurríkis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×