Erlent

Forskot kristilegra eykst

Forskot Kristilegra demókrata eftir þingkosningarnar í Þýskalandi jókst um eitt sæti í gær þegar ljóst varð að þeirra maður hefði sigrað í Dresden. Þó að sigurinn í gær sé aðeins dropi í hafið, og breyti í raun engu, munu Kristilegir demókratar líta á sigurinn sem enn frekari sönnun þess að Angela Merkel, leiðtogi þeirra, eigi að verða næsti kanslari Þýskalands. Eina mögulega starfhæfa stjórnin í Þýskalandi virðist vera bandalag Jafnaðarmanna og Kristilegara demókrata. Þar stranda viðræðurnar hins vegar á forsætinu því hvorki Merkel né Gerhard Schröder, núverandi kanslari, mega heyra á það minnst að hitt verði yfir stjórninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×