Þverár Amasonfljóts þorna upp sem aldrei fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 13:32 Maður gengur á sandgrynningu þar sem áin Madeira ætti að renna 10. september. Madeira er ein af stærri þverám Amasonfljótsins. Vísir/EPA Vatnsstaða í mörgum þverám Amasonfljóts er nú lægri en nokkru sinni hefur mælst áður af völdum langvarandi þurrks. Sumar ár sem voru áður siglanlegar hafa jafnvel þornað alveg upp. Fjöldi þorpa hefur einangrast því ekki er lengur hægt að sigla þangað. Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC. Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Náttúruvárstofnun Brasilíu segir að þurrkurinn sé sá ákafasti og víðfeðmasti sem um getur. Það sé sérstakt áhyggjuefni að hann eigi sér stað tiltölulega snemma á þurrkatímabili sem stendur alla jafna yfir frá júní til nóvember. Ástandið gæti því mögulega ekki skánað fyrr eftir fleiri mánuði. Solimões, ein helsta þverá Amasonfljóts, hefur aldrei mælst lægri við brasilíska bæinn Tabatinga við landamæri Kólumbíu. Áin Tefé, ein kvísl Solimões, var algerlega uppþornuð þegar fréttamaður Reuters flaug yfir á sunnudag. Tefé-vatn er einnig uppþornað. Fleiri en tvö hundruð ferskvatnshöfrungar drápust í miklum þurrki þar í fyrra. Þurrkurinn á vatnasviði Amason í fyrra var sá versti í mælingasögunni. Loftslagsvísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að hnattræn hlýnun af völdum manna hefði margfaldað líkurnar á honum. Veðurfyrirbrigðið El niño átti einnig sinn þátt en því fylgir að jafnaði meiri hlýindi og þurrkur í Amasonskóginum en ella. Eyðing Amasonfrumskógarins getur einnig aukið á þurrkinn þar sem tré útgufun þeirra eykur raka í lofti. Þurrkurinn skapar aftur aðstæður við skógarelda sem ganga enn á skóginn. Erfiðlega gengur að koma nauðsynjum til íbúa sem búa við árnar. Brasilíska náttúruvárstofnunin segir að í fleiri en hundrað byggðarlögum hafi ekki regndropið fallið úr lofti í meira en 150 daga. „Við festum bát hérna og hann var fastur á þurru landi daginn eftir. Við höfum enga leið til þess að færa hann,“ segir Josué Oliveira, veiðimaður í Manacapuru við bakka Solimões, við breska ríkisútvarpið BBC.
Loftslagsmál Brasilía Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira