Ríkisstjórnin sögð í afneitun 3. október 2005 00:01 Ráðgert er að ríkissjóður verði rekinn með liðlega 14 milljarða króna afgangi árið 2006. Í fjárlagafrumvarpi, sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra lagði fram á alþingi í gær, eru tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar alls um 327 milljarðar króna en útgjöld um 313 milljarðar. Vegna áframhaldandi þenslu í efnahagslífinu er áfram gert ráð fyrir aðhaldi í útgjöldum ríkissjóðs. Með sérstökum aðgerðum verða úgjöldin lækkuð um fjóra milljarða króna og munar þar mestu um frestun á framkvæmdum í vegamálum fyrir tvo milljarða króna. Á föstu verðlagi aukast útgjöld til menntamála um 12 prósent frá fjárlögum þessa árs. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að þetta sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim málaflokki. "Þar erum við að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar," segir Árni. "Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin er á afneitunarstigi," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um fjárlagafrumvarpið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar spyr um þann stöðugleika sem ræddur sé í fjárlagafrumvarpinu. "Er það stöðugleiki heimilanna sem juku skuldir um 150 milljarða króna milli ára? Er það stöðugleikinn sem endurspeglast í háum stýrivöxtum og háu gengi? Eða viðskiptahalla sem er sá mesti frá því sögur hófust?" "Staða samkeppnins- og útflutningsgreinanna er afleit vegna hágengis og ég get ekki séð að fjárlögin breyti þar nokkru um," segir Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins kveðst ekki sjá í fljótu bragði að fórnarlömb efnahagsstefnunnar, útflutningsgreinarnar, eigi von um betri tíð með fjárlögunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira
Ráðgert er að ríkissjóður verði rekinn með liðlega 14 milljarða króna afgangi árið 2006. Í fjárlagafrumvarpi, sem Árni Mathiesen fjármálaráðherra lagði fram á alþingi í gær, eru tekjur ríkissjóðs á næsta ári áætlaðar alls um 327 milljarðar króna en útgjöld um 313 milljarðar. Vegna áframhaldandi þenslu í efnahagslífinu er áfram gert ráð fyrir aðhaldi í útgjöldum ríkissjóðs. Með sérstökum aðgerðum verða úgjöldin lækkuð um fjóra milljarða króna og munar þar mestu um frestun á framkvæmdum í vegamálum fyrir tvo milljarða króna. Á föstu verðlagi aukast útgjöld til menntamála um 12 prósent frá fjárlögum þessa árs. Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að þetta sé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim málaflokki. "Þar erum við að leggja grunn að hagvexti framtíðarinnar," segir Árni. "Ég sé ekki að ríkissjóður sé á nokkurn hátt að horfast í augu við jafnvægisleysið í þjóðarbúskapnum. Ríkisstjórnin er á afneitunarstigi," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um fjárlagafrumvarpið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar spyr um þann stöðugleika sem ræddur sé í fjárlagafrumvarpinu. "Er það stöðugleiki heimilanna sem juku skuldir um 150 milljarða króna milli ára? Er það stöðugleikinn sem endurspeglast í háum stýrivöxtum og háu gengi? Eða viðskiptahalla sem er sá mesti frá því sögur hófust?" "Staða samkeppnins- og útflutningsgreinanna er afleit vegna hágengis og ég get ekki séð að fjárlögin breyti þar nokkru um," segir Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins kveðst ekki sjá í fljótu bragði að fórnarlömb efnahagsstefnunnar, útflutningsgreinarnar, eigi von um betri tíð með fjárlögunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Sjá meira