
Innlent
Piltarnir þrír sæta varðhaldi
Þrír átján ára karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi í kjölfar líkamsárásar sem framin var í samkvæmi í Garðabæ á sunnudagsmorgun. Einn þeirra situr í varðhaldi í fimm daga, hinir tveir í þrjá daga. Mennirnir voru færðir fyrir dómara á níunda tímanum á sunndagskvöld og var þinghaldi ekki lokið fyrr en um klukkan eitt um nóttina. Lögreglufulltrúi hjá Hafnarfjarðarlögreglu segir ekkert óvenjulegt vera við að það taki sinn tíma að kveða upp úr um gæsluvarðhald. Í tilfellum sem þessum þurfi dómari að fara yfir gögn og hlýða á framburð. Hann þurfi síðan að taka afstöðu til þessa alls áður en hann taki ákvörðun. Þarna hafi verið um mál þriggja manna að ræða sem tekin hafi verið fyrir hvert af öðru og því sé eðlilegt að þingið hafi tekið sinn tíma. Starfsfólk á Landspítala - háskólasjúkrahúsi vildi í gær ekki tjá sig um líðan Einars Ágústs Magnússonar, fórnarlambs árásarmannanna. Einar Ágúst hlaut sprungu í höfuðkúpu ásamt sárum á höfði, handleggjum og höndum. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu hafa áður komist í kast við lögin vegna ofbeldismála