Sameining ólíkleg á Reykjanesi 4. október 2005 00:01 Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanessbæjar segir ólíklegt að af sameiningu Reykjanessbæjar, Garðs og Sandgerðis verði, þótt hann telji það einu skynsamlegu lausnina. Skiptar skoðanir eru á því hvort sameining Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis sé skynsamleg. Kosningar eru framundan en ellefu ár eru síðan Keflavík, Hafnir og Njarðvík sameinuðust í Reykjanesbæ. Og skoðanirnar eru sterkar. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir 1400 manns búa þar og sveitarfélagið eigi sér 97 ára sögu og sé í sífelldri sókn. Íbúum hafi fjölgað mikið og bæjaryfirvöld geti veitt alla þá þjónustu sem með þurfi þannig að hann telji enga ástæðu til þess að bæjarfélögin þrjú sameinist nú. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort eigin hagsmunir spili inn í en líklegt þykir að ef sameiningu verði muni bæjarstjórinn í Reykjanesbæ einn halda starfi sínu. Aðspurður hvort hann sé ekki bara hræddur um að missa vinnuna segir Sigurður að bæjarstjórastarfið sé ekki það öruggasta starf sem hægt sé að velja sér. Kosið sé á fjögurra ára fresti og þá geti orðið meirihlutaskipti. Sigurður hvetur sitt fólk til að hafna sameiningu og segir Garð hafa alla burði til að vera sjálfstætt bæjarfélag. Það sé mun nær að fólk velji sér sjálft sína menn sem það vilji að stjórni fremur en að það sé í einhverri fjarlægð í stóru sveitarfélagi. Áhuginn fyrir sameiningu eru þó meiri í Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að svæðið sé eitt atvinnusvæði og það eigi að vera eitt tekjujöfnunarsvæði. Þess vegna telji yfirvöld í Reykjanesbæ mjög skynsamlegt að menn geti horft á þetta í sameiningu sem eitt sveitarfélag og byggt upp á þeim miklu tækifærum sem þar séu. Árni segir þúsund til fimmtán hundruð manna sveitarfélög illa geta þjónað íbúum sínum þegar kemur að löggæslu, málefnum fatlaðra og heilsugæslu svo fáein dæmi séu tekin. Því sé skynsamlegra að sameina þessi sveitarfélög. Hann segist hins vegar óttast með þeim áróðri sem verið hafi gegn sameiningunni hjá Sandgerðingum og í Garðinum sé ólíklegt að af sameiningunni verði. Sveitarfélögin á landinu öllu eru um 100 talsins. Í yfir 70 þeirra búa undir eitt þúsund manns. Þessi sveitarfélög ber að sameina, segir bæjarstjórinn í Sandgerði, Sigurður Valur Ásbjarnarson. Hann segir 1500 manns búa í Sandgerði og sveitarfélagið hafi mestar tekjur á svæðinu. Skuldirnir séu svipaðar og í hinum sveitarfélögunum en eignir séu mestar þar á hvern íbúa. Þetta verði íbúar bæjarfélagsins að vega og meta og ekki megi gleyma því að þjónustugjöldin í Sandgerði séu þau lægstu á svæðinu. Sigurður vill þó ekki gefa upp hvort hann persónulega vilji sameiningu. Af orðum hans af dæma má þó lesa út að hann sé ekki eins spenntur og til dæmis Árni. Svör fólksins í bæjunum eru jafn misjöfn og bæjarstjóranna þriggja. Frjálslyndi flokkurinn er að undirbúa frumvarp sem miðar að því að hægt verði að slíta samstarfi sameinaðra sveitarfélaga, þar sem það er mat flokksins að það sé óeðlilegt að ekki sé hægt að skilja ef hjónabandið gengur ekki upp.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira