Innlent

Eigum Davíð mikið að þakka

"Við lifum á miklu framfaraskeiði," sagði Geir snemma í ræðu sinni og taldi fráfarandi formann sinn eiga stærstan þátt í því. "Davíð Oddsson hefur ótvírætt verið fremsti stjórnmálaleiðtogi Íslendinga á mesta framfaraskeiði í sögu íslensku þjóðarinnar," sagði Geir og hélt áfram: "Miklir kraftar hafa verið leystir úr læðingi með einkavæðingu og meira frelsi." Hann sagði þá miklu tekjuaukningu sem orðið hefði í landinu í valdatíð Davíðs Oddssonar og stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins frá 1991 áhrifamesta mælikvarðan á hversu mikið hefði áunnist. Fólk hefði nú fimmtíu prósent hærri tekjur en fyrir áratug. Geir sagði íslenskt efnahagslíf öflugt, margt hefði áunnist og Ísland væri nú betur undir ýmisleg áföll búið en áður. Hann sagði að þó deilt hefði verið um margt á undanförnum árum vildi varla nokkur maður skipta á Íslandi í dag og því Íslandi sem blasti við Íslendingum þegar vinstristjórn hvarf frá völdum 1991 og Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×