Innlent

Neðanjarðarspilling

Þjóðin fær vart trúað að svona neðanjarðarspilling sé til staðar," sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, þegar hann lagði út af fréttum um aðdraganda Baugsrannsóknarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Formaður Frjálslynda flokksins sagðist hafa þá trú að þeir vikju úr máli sem því tengdust. Guðjón rifjaði upp vangaveltur úr tölvupóstum Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar um að ef til vill biði skattrannsóknastjóri eftir heimkomu Geirs H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, með ákvörðun um hvort hefja ætti skattrannsókn á Baugi vegna gagna sem Jónína Benediktsdóttir kom til embættisins. Nýr sjávarútvegsráðherra er tekinn við starfi og varð það Guðjóni tilefni til að lýsa vonum um að sá gerði meira í að opna fyrir aðkomu nýrra einstaklinga í sjávarútvegi en stjórnarstefna síðustu ára hefði gefið tækifæri til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×