Erindi auki líkur á fjárnámi 5. október 2005 00:01 Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira
Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Sjá meira