Gunnar heiðar metinn á 250 millur 6. október 2005 00:01 Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur. Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira