Dagur hugar að heimkomu 6. október 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum." Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, hefur verið að gera það gott sem spilandi þjálfari austurírska félagsins Bregenz en lið félagsins er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, annað árið í röð. Eftir tíu ár í atvinnumennsku segist Dagur ekki geta neitað því að það sé freistandi að fara að koma heim til Íslands. "Fjölskyldan er mjög ánægð hér í Austurríki en við erum nú samt farin að huga að því koma heim. Við höfum búið lengi erlendis og ætlum okkur að flytja heim á réttum tíma. Tvær dætur mínar eru komnar á skólaaldur og þess vegna meðal annars viljum við fara að flytja heim til Íslands." Dagur verður þó áfram spilandi þjálfari hjá Bregenz út þetta tímabil en hann er með samning við félagið til ársins 2007 en í honum er uppsagnarákvæði sem hugsanlegt er að Dagur nýti sér. Það er ekki ákveðið hvað Dagur fer að gera þegar hann kemur heim. "Ég veit ekki hvað ég fer að gera. Mér finnst nú líklegt að ég haldi áfram í viðskiptunum en ég hef alltaf aðeins komið nálægt þeim. Svo kannski held ég áfram í handboltanum og spila með Val í DHL-deildinni annars veit ég það ekki. Ég er nú bara ekkert búinn að leiða hugann mikið að því hvað ég tek mér fyrir hendur." Bregenz komst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er þar í riðli með stórliðunum Magdeburg, franska liðinu Montpellier og Medvedi frá Rússlandi. Dagur gerir sér ekki miklar vonir um að ná í mörg stig gegn þessum liðum en vonast til þess að geta strítt þeim á heimavelli. "Það er nú ekki raunhæft að stefna að því að vinna þessi lið en vonandi tekst okkur að standa í þeim á heimavelli. Við náðum ágætum úrslitum á móti Magdeburg á síðustu leiktíð þannig að við vitum hvað við getum."
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira