Ráðherra til fundar um bensínstyrk 6. október 2005 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að funda með forystumönnum Öryrkjabandalagsins um afnám bensínstyrks til hreyfihamlaðra öryrkja og ellilífeyrisþega eftir helgi. „Þessar aðgerðir þarfnast lagabreytingar. Ég hef ákveðið að fara rækilega yfir þetta mál með forsvarsmönnum Öryrkjabandalagsins áður en ég legg það frumvarp fram," sagði Jón í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. „Bensínstyrkurinn hefði að óbreyttu- orðið um 750 milljónir króna á næsta ári," sagði heilbrigðisráðherra. Með afnámi hans ætti tekjutryggingarauki aftur á móti að hækka um liðlega fimmtung eða sem nemur 400 milljónum króna. Jafnframt væri ráðgert að 100 milljónum króna yrði varið til endurhæfingar en 220 milljónum króna til að mæta almennum hækkunum í almannatryggingakerfinu. „Í hópi hreyfihamlaðra fá bensínstyrkinn þeir einir sem eiga bíl en hinir ekki. Niðurfelling á bifreiðagjöldum og fleira hefur ekki gagnast þeim sem ekki eiga bíl eða hafa ekki ráð á því. Þetta eru oft þeir sem sjá nú fram á fimmtungs hækkun tekjutryggingaraukans," segir Jón. Hann segir bensínstyrkinn að ýmsu leyti gallaðan og ekkert óeðlilegt við að endurskoða hann. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að ráðherrann hefði ákveðið að ræða við forystu Öryrkjabandalagsins, en sagði að betra hefði verið að gera það áður. „Ég vil kalla þennan tillöguflutning mistök. Eg minni hæstvirtan ráðherra á að meginreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra kveða á um þá skyldu stjórnvalda að hafa samráð við samtök fatlaðra áður en gripið er til aðgerða gegn þeim," sagði Helgi. 6800 manns fá nú bensínstyrk þar af 2650 öryrkjar og rúmlega 4000 ellilífeyrisþegar. Tæplega 4600 manns missa bensínstyrkinn. > Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að funda með forystumönnum Öryrkjabandalagsins um afnám bensínstyrks til hreyfihamlaðra öryrkja og ellilífeyrisþega eftir helgi. „Þessar aðgerðir þarfnast lagabreytingar. Ég hef ákveðið að fara rækilega yfir þetta mál með forsvarsmönnum Öryrkjabandalagsins áður en ég legg það frumvarp fram," sagði Jón í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. „Bensínstyrkurinn hefði að óbreyttu- orðið um 750 milljónir króna á næsta ári," sagði heilbrigðisráðherra. Með afnámi hans ætti tekjutryggingarauki aftur á móti að hækka um liðlega fimmtung eða sem nemur 400 milljónum króna. Jafnframt væri ráðgert að 100 milljónum króna yrði varið til endurhæfingar en 220 milljónum króna til að mæta almennum hækkunum í almannatryggingakerfinu. „Í hópi hreyfihamlaðra fá bensínstyrkinn þeir einir sem eiga bíl en hinir ekki. Niðurfelling á bifreiðagjöldum og fleira hefur ekki gagnast þeim sem ekki eiga bíl eða hafa ekki ráð á því. Þetta eru oft þeir sem sjá nú fram á fimmtungs hækkun tekjutryggingaraukans," segir Jón. Hann segir bensínstyrkinn að ýmsu leyti gallaðan og ekkert óeðlilegt við að endurskoða hann. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að ráðherrann hefði ákveðið að ræða við forystu Öryrkjabandalagsins, en sagði að betra hefði verið að gera það áður. „Ég vil kalla þennan tillöguflutning mistök. Eg minni hæstvirtan ráðherra á að meginreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra kveða á um þá skyldu stjórnvalda að hafa samráð við samtök fatlaðra áður en gripið er til aðgerða gegn þeim," sagði Helgi. 6800 manns fá nú bensínstyrk þar af 2650 öryrkjar og rúmlega 4000 ellilífeyrisþegar. Tæplega 4600 manns missa bensínstyrkinn. >
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira