Fíkniefnahundar í VMA 6. október 2005 00:01 Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur skorið upp herör gegn fíkniefnanotkun. Nemendur geta nú vænst þess að lögreglumenn með sérþjálfaðan hund leiti að fíkniefnum í skólanum hvenær sem er. Skólayfirvöld í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa tekið höndum saman við lögregluna á Akureyri í því augnamiði að stemma stigu við fíkniefnanotkun nemenda. Þótt dæmi sé um að fíkniefni hafi verið seld í húsakynnum Verkmenntaskólans vilja skólastjórnendur þó meina að vandamálið sé fyrst og síðast utan veggja skólans. Karen Malmquist, forvarnafulltrúi VMA, segir að í skólanum hafi verið nemendur sem hafi selt fíkniefni en henni sé ekki kunnugt um að það sé nokkur sem geri það í dag. Aðspurð hvar salan hafi farið fram segir Karen að sumir krakkar hafi sagt að þeim hafi verið boðin efni til sölu á göngum skólans en skólayfirvöld telji að ekki sé verið að selja í skólanum sjálfum. Á meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að grípa til er að lögreglumenn á Akureyri munu ganga með fíkniefnahund um lóð og húsakynni skólans í leit að eiturlyfjum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA, segir að honum þætti ekkert óeðlilegt að lögreglan væri sýnileg í og við skólann öðru hverju og kæmi með fíkniefnahund og leiddi hann um skólann. Um sé að ræða 14 þúsund fermetra húsnæði með mörgum inn- og útgönguleiðum og þá sé bílastæðið stórt og geysileg umferð af fólki, en nemendur séu yfir 1200. Með aðgerðunum vilja skólayfirvöld senda sölumönnum fíkniefna skýr skilaboð en skólameistari hefur tilkynnt nemendum að lögreglumenn geti komið á svæðið hvenær sem er. Sölumenn fíkniefna og þeir nemendur sem hugsanlega eru með óhreint mjöl í pokahorninu geta því vænst þess að fíkniefnahundur þefi af klæðnaði þeirra og skólatöskum, hvort heldur er í kennslustund eða matarhléi. Erla Steinþórsdóttir, nemandi í VMA, segir að sér finnist allt í lagi að sýna því fólki sem komi með eiturlyf inn í skólann að nemendum sé ekki alveg sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira