Loksins sigur hjá U-19
Íslenska U-19 ára landslið Íslands vann í dag góðan 2-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu í lokaumferð undankeppni EM, en riðillinn var spilaður í Bosníu. Theodór Elmar Bjarnason og Arnór Smárason skoruðu mörk íslenska liðsins seint í leiknum. Íslenska liðið hafnaði því í þriðja sæti í riðlinum og kemst ekki áfram í milliriðla.
Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn