Værukær varnarleikur í Varsjá 7. október 2005 00:01 Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira
Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ Sjá meira