Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni 11. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira