Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni 11. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum