Ríkið borgar Saltkaupum
Íslenska ríkið þarf að greiða Saltkaupum ehf. tæplega 9,8 milljónir króna auk 700.000 króna málskostnaðar samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar. Upphæðin er 4,5 milljónum hærri en kveðið var á um í dómi Héraðsdóms Reykjaness í desember í fyrra. Vegagerð ríkisins óskaði í ársbyrjun 2002 eftir tilboðum í salt til rykbindinar á malarvegum í almennu útboði. Fyrir opnun tilboða var bjóðendum sent tilkynning á faxi um að afhenda bæri saltið í stjórsekkjum, en Saltkaup uppástanda að tilkynningin hafi ekki borist þeim í tíma, en gengið var til saminga við fyrirtækið eftir opnun tilboða. Fyrirtækið gerði í mars sama ár viðbótarreikning vegna sekkjunar og uppskipunar