Ekki vitað hversu mikið tjónið er 16. október 2005 00:01 Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Gríðarleg úrkoma var á Höfn frá því á föstudagsmorgun og þar til í nótt og réð fráveitukerfi bæjarins engan veginn við vatnselginn. Auk þess var háflóð við bæinn um hálffjögur í gær og dró það úr rennslinu í fráveitukerfinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Höfn flæddi inn í á bilinu tíu til fimmtán hús og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt. Vatnsyfirborðið náði einum metra þar sem það var hæst í bænum og léku menn sér að því að róa um á bátum um götur bæjarins. Rigningunni slotaði í nótt sem fyrr segir og hefur vatnið sjatnað af sjálfu sér í kjölfarið og er nú orðið vel fært um götur bæjarins. Helgi Már Pálsson, bæjarverkfræðingur á Höfn, segir að það sjáist í allar götur og það sé hætt að rigna. Vatnið hafi sjatnað mikið og aðeins séu smápollar eftir. Helgi segir að hann viti ekki annað en að búið sé að dæla vatni úr öllum húsum sem flætt hafi inn í. Menn hafi verið að til klukkan ellefu í gærkvöld við dælingu og þá hafi þeir séð að hún bæri árangur og að byrjað væri að sjatna á götunum. Aðspurður um skemmdir á húsum í flóðunum segir Helgi ekki sé búið að meta þær nákvæmlega en vitað sé að flætt hafi inn í um 15 hús. Hann biður eigendur að hafa samband við tæknideild bæjarins eftir helgi til þess að hægt sé að kortleggja hvar og hversu mikið tjónið sé. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Vatnið á götum Hafnar í Hornafirði sjatnaði mikið í nótt eftir eina mestu úrkomu og vatnselg í manna minnum þar í bæ í gær. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið varð í flóðunum. Gríðarleg úrkoma var á Höfn frá því á föstudagsmorgun og þar til í nótt og réð fráveitukerfi bæjarins engan veginn við vatnselginn. Auk þess var háflóð við bæinn um hálffjögur í gær og dró það úr rennslinu í fráveitukerfinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á Höfn flæddi inn í á bilinu tíu til fimmtán hús og höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt. Vatnsyfirborðið náði einum metra þar sem það var hæst í bænum og léku menn sér að því að róa um á bátum um götur bæjarins. Rigningunni slotaði í nótt sem fyrr segir og hefur vatnið sjatnað af sjálfu sér í kjölfarið og er nú orðið vel fært um götur bæjarins. Helgi Már Pálsson, bæjarverkfræðingur á Höfn, segir að það sjáist í allar götur og það sé hætt að rigna. Vatnið hafi sjatnað mikið og aðeins séu smápollar eftir. Helgi segir að hann viti ekki annað en að búið sé að dæla vatni úr öllum húsum sem flætt hafi inn í. Menn hafi verið að til klukkan ellefu í gærkvöld við dælingu og þá hafi þeir séð að hún bæri árangur og að byrjað væri að sjatna á götunum. Aðspurður um skemmdir á húsum í flóðunum segir Helgi ekki sé búið að meta þær nákvæmlega en vitað sé að flætt hafi inn í um 15 hús. Hann biður eigendur að hafa samband við tæknideild bæjarins eftir helgi til þess að hægt sé að kortleggja hvar og hversu mikið tjónið sé.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira