Flestir fara að lögum og reglum 16. október 2005 00:01 Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira