Innlent

Álit fjöllmiðlanefndar standi

„Ég er tilbúinn fyrir hönd míns flokks að standa að setningu laga sem byggir á þeirri þverpólitísku sátt sem náðist í fjölmiðlanefndinni," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Geir H. Haarde, nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í frétt Morgunblaðsins í gær að hann teldi þá málamiðlun, sem náðist í nefndinni um að enginn einn aðili eða tengdir aðilar gætu átt meira en 25 prósenta hlut í fjölmiðli, væri of há. Réttara væri að miða við lægra hlutfall. „Ég tek ályktun landsfundarins hiklaust á þann veg að landsfundurinn vilji ganga lengra en gert er í fjölmiðlaskýrslunni," sagði Geir og vísaði til landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur líkt og forsætisráðherra lýst vilja til að leggja niðurstöður fjölmiðlaskýrslunnar til grundvallar. Halldór Ásgrímsson segist ekki telja að neitt það hafi komið fram í málinu sem kalli á frekari breytingar frá því sem nefndin skilaði af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×