Húsnæðisverð lækkar 2007-2008 23. október 2005 17:50 Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Þetta kom fram á ráðstefnu sem bankinn hélt í gær. Íbúðaverð fer nú heldur lækkandi eftir rúmlega 40 prósenta hækkun á síðustu tólf mánuðum. Ef litið er þrjá mánuði aftur í tímann er hækkunin aðeins 3,4 prósent og í september varð svo lækkun um rúmlega hálft prósent. Sú mikla eftirspurn eftir húsnæði sem fylgdi í kjölfar íbúðalána bankanna hefur náð hámarki og fer nú minnkandi að mati Greiningardeildar KB banka. Þó er ekki útlit fyrir að húsnæðisverð lækki næstu mánuði. Mjög hefur dregið úr sölu fasteigna síðustu mánuði. Kaupsamningum hefur fækkað úr 200-270 á viku síðasta vetur í 150-200 núna. Sérfræðingar Greiningardeildar KB banka telja að þessi þróun haldi áfram og spá því að veltan eigi eftir að minnka um fimmtán prósent á næstu mánuðum. Þrátt fyrir þetta spáir Greiningardeildin að fasteignaverð hækki um sex prósent næsta árið, að því gefnu að vextir hækki ekki að ráði. Þetta er mun minni hækkun en síðasta árið þegar fasteignaverð hækkaði um fjörutíu prósent. Sérfræðingar Greiningardeildar telja hins vegar næsta öruggt að fasteignaverð lækki að raunvirði í næstu niðursveiflu. Það ætti að gerast árið 2007 samkvæmt spám greiningardeilda bankanna um horfur í efnahagsmálum. Í riti Greiningardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn er bent á að fasteignaverð hafi lækkað um fimm prósent í niðursveiflunni árin 2001 og 2002 og fjórtán prósent á árunum 1992 til 1998. Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild KB banka, spáir því að húsnæðisverð muni lækka í niðursveiflunni í hagkerfinu á árunum 2007 til 2008, en upp úr því séu horfur góðar. Þá megi reikna með að vextir af íbúðalánum hækki á næstunni úr 4,15 prósentum upp í 4,35 prósent. Þetta kom fram á ráðstefnu sem bankinn hélt í gær. Íbúðaverð fer nú heldur lækkandi eftir rúmlega 40 prósenta hækkun á síðustu tólf mánuðum. Ef litið er þrjá mánuði aftur í tímann er hækkunin aðeins 3,4 prósent og í september varð svo lækkun um rúmlega hálft prósent. Sú mikla eftirspurn eftir húsnæði sem fylgdi í kjölfar íbúðalána bankanna hefur náð hámarki og fer nú minnkandi að mati Greiningardeildar KB banka. Þó er ekki útlit fyrir að húsnæðisverð lækki næstu mánuði. Mjög hefur dregið úr sölu fasteigna síðustu mánuði. Kaupsamningum hefur fækkað úr 200-270 á viku síðasta vetur í 150-200 núna. Sérfræðingar Greiningardeildar KB banka telja að þessi þróun haldi áfram og spá því að veltan eigi eftir að minnka um fimmtán prósent á næstu mánuðum. Þrátt fyrir þetta spáir Greiningardeildin að fasteignaverð hækki um sex prósent næsta árið, að því gefnu að vextir hækki ekki að ráði. Þetta er mun minni hækkun en síðasta árið þegar fasteignaverð hækkaði um fjörutíu prósent. Sérfræðingar Greiningardeildar telja hins vegar næsta öruggt að fasteignaverð lækki að raunvirði í næstu niðursveiflu. Það ætti að gerast árið 2007 samkvæmt spám greiningardeilda bankanna um horfur í efnahagsmálum. Í riti Greiningardeildar KB banka um fasteignamarkaðinn er bent á að fasteignaverð hafi lækkað um fimm prósent í niðursveiflunni árin 2001 og 2002 og fjórtán prósent á árunum 1992 til 1998.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira