Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi
Tvítugur piltur var dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi með því að hafa bakkað bíl sínum út úr stæði og á gangstétt þar sem hann bakkaði á eldri konu sem lést af völdum áverka sem hún hlaut.