Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu 26. október 2005 06:30 Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga." Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga."
Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira