Starfsemi Medcare færð úr landi 26. október 2005 13:00 Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið. Viðskipti Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið.
Viðskipti Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira