Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar 16. nóvember 2005 18:07 Utanríkisráðuneytið. MYND/GVA Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein. Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein.
Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira