Alvöru fréttaskýringaþáttur 18. nóvember 2005 21:33 Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Í hverjum þætti verða krufin til mergjar þrjú til fjögur heit fréttamál; jöfnun höndum dregin fram ný og áður ókunn sjónarmið á málum sem þegar hafa komist í fréttir og nýjar uppgövanir dregnar fram í kastljósið. Eins og nafnið gefur til kynna fer Kompás í allar áttir, er ekkert óviðkomandi og verður leitast við að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi í hverjum þætti. Þannig má segja að hann eigi sér að vissu leyti erlendar fyrirmyndir í virtum fréttaskýringaþáttum á borð við 60 minutes og 48 Hours. Fréttarannsókn og umsjón er í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánsson en kynnar eru m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Logi Bergmann Eiðsson. Í fyrsta þætti verða tekin fyrir þrjú mál; dregnar verða fram nýjar og sláandi upplýsingar um meint ólöglegt vinnuafl á Íslandi, fjallað um nýtt undralyf sem talið er að muni reynast þýðingarmikið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini og að endingu verða umsvif hljómsveitarinnar Sigur Rósar skoðuð út frá viðskiptalegu sjónarhorni, en reksturinn í kringum þessa heimsþekktu íslenku hljómsveit er orðinn að stóru fyrirtæki. NFS - alltaf, allstaðarKompás er einn af lykilþáttum á nýju sjónvarpsstöðinni NFS sem fór í loftið í dag, föstudag. NFS er fyrsta stöðin sinnar tegundar á Íslandi; sjónvarpsstöð sem helgar sig fréttum og fréttatengdu efni. Með tilkomu NFS verður í fyrsta sinn boðið upp á fréttir í sjónvarpi frá morgni til miðnættis en á virkum dögum verða sendir út fréttatímar frá nýrri fréttastofu NFS í Skaftahlíð 24 á klukkutíma fresti og fréttayfirlit á hálftíma fresti. Um helgar eru fréttir á tveggja klukkutíma fresti frá morgni til kvölds. Sérstök áhersla verður lögð á hádegis- og kvöldfréttatíma sem verða ítarlegir og langir þar sem íþróttum og veðri verða einnig gerð betri skil en áður hefur tíðkast hér á landi. Auk þess verður boðið uppá fjölda nýrra íslenskra frétta- og fréttaskýringaþátta og mun því íslensk dagskrárgerð skipa ríflega 80% af dagskrá stöðvarinnar. NFS hefur það að höfðumarkmiði að vera til staðar, flytja nýjustu fréttirnar, alltaf, allstaðar. Öll útsending stöðvarinnar verður því í opinni dagskrá og ekki verður aðeins hægt að nálgast hana í gegnum sjónvarp á rás 6 hjá Digital Íslandi heldur einnig í tölvum hjá VísirVefTV á visir.is. Ennfremur gefst kostur að hlýða á hana nær alfarið á Talstöðinni. Kompás NFS Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Í hverjum þætti verða krufin til mergjar þrjú til fjögur heit fréttamál; jöfnun höndum dregin fram ný og áður ókunn sjónarmið á málum sem þegar hafa komist í fréttir og nýjar uppgövanir dregnar fram í kastljósið. Eins og nafnið gefur til kynna fer Kompás í allar áttir, er ekkert óviðkomandi og verður leitast við að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi í hverjum þætti. Þannig má segja að hann eigi sér að vissu leyti erlendar fyrirmyndir í virtum fréttaskýringaþáttum á borð við 60 minutes og 48 Hours. Fréttarannsókn og umsjón er í höndum Jóhannesar Kr. Kristjánsson en kynnar eru m.a. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Logi Bergmann Eiðsson. Í fyrsta þætti verða tekin fyrir þrjú mál; dregnar verða fram nýjar og sláandi upplýsingar um meint ólöglegt vinnuafl á Íslandi, fjallað um nýtt undralyf sem talið er að muni reynast þýðingarmikið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini og að endingu verða umsvif hljómsveitarinnar Sigur Rósar skoðuð út frá viðskiptalegu sjónarhorni, en reksturinn í kringum þessa heimsþekktu íslenku hljómsveit er orðinn að stóru fyrirtæki. NFS - alltaf, allstaðarKompás er einn af lykilþáttum á nýju sjónvarpsstöðinni NFS sem fór í loftið í dag, föstudag. NFS er fyrsta stöðin sinnar tegundar á Íslandi; sjónvarpsstöð sem helgar sig fréttum og fréttatengdu efni. Með tilkomu NFS verður í fyrsta sinn boðið upp á fréttir í sjónvarpi frá morgni til miðnættis en á virkum dögum verða sendir út fréttatímar frá nýrri fréttastofu NFS í Skaftahlíð 24 á klukkutíma fresti og fréttayfirlit á hálftíma fresti. Um helgar eru fréttir á tveggja klukkutíma fresti frá morgni til kvölds. Sérstök áhersla verður lögð á hádegis- og kvöldfréttatíma sem verða ítarlegir og langir þar sem íþróttum og veðri verða einnig gerð betri skil en áður hefur tíðkast hér á landi. Auk þess verður boðið uppá fjölda nýrra íslenskra frétta- og fréttaskýringaþátta og mun því íslensk dagskrárgerð skipa ríflega 80% af dagskrá stöðvarinnar. NFS hefur það að höfðumarkmiði að vera til staðar, flytja nýjustu fréttirnar, alltaf, allstaðar. Öll útsending stöðvarinnar verður því í opinni dagskrá og ekki verður aðeins hægt að nálgast hana í gegnum sjónvarp á rás 6 hjá Digital Íslandi heldur einnig í tölvum hjá VísirVefTV á visir.is. Ennfremur gefst kostur að hlýða á hana nær alfarið á Talstöðinni.
Kompás NFS Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira