Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Alexander Petersson fór á kostum í liði Grosswallstadt og skoraði 12 mörk þegar liðið lagði Minden 29-27 á útivelli. Einar Hólmgeirsson bætti við tveimur mörkum fyrir Grosswallstadt, en Snorri Steinn Guðjónsson var líka frábær í liði Minden og skoraði 9 mörk.
Magdeburg sigraði Nordhorn 32-27. Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg. Kiel burstaði Wilhelmshavener 35-24 og þar skoraði Gylfi Gylfason eitt mark fyrir Wilhelmshavener.
Þá vann Kronau/Östringen góðan útisigur á Dusseldorf 30-29 og Melsungen tapaði fyrir Lemgo 35-26 á heimavelli.