Níu milljónir bak við lás og slá 24. nóvember 2005 11:45 123 eru í íslenskum fangelsum, 118 karlar og fimm konur. Þrettán fangar eru erlendir ríkisborgarar. MYND/Vísir Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum. Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum.
Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira