Fyrsti sigur Atlanta Hawks 24. nóvember 2005 13:45 Al Harrington og félagar í Atlanta Hawks gátu loks fagnað sigri í nótt eftir tap í níu fyrstu leikjunum NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira