Þjónustugjöld eru allt að fjórfalt dýrari í einni bankastofnun en annarri samkvæmt verðkönnun Neytendasamtakanna og SFR. Mesti hlutfallslegi munurinn er á veðbókarvottorðum. Þau kosta 400 krónur hjá Íslandsbanka en 1.600 krónur hjá SPRON.
Þó má segja að muni meiru á stofngjaldi fyrir greiðsluþjónustu. SPRON rukkar 2.500 krónur fyrir hana en hinir bankarnir ekkert.
Sautján þjónustuliðir voru kannaðir. Landsbankinn var oftast með hæsta verðið, sjö sinnum, en KB-banki kom næstur og var fimm sinnum með hæsta verð. Íslandsbanki og KB-banki voru oftast með lægsta verðið, fimm sinnum hvor banki um sig.