Heimabankaþjófur aðeins milliliður 7. desember 2005 12:09 MYND/Pjetur Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Maðurinn var handtekinn í fyrrakvöld eftir að banki hafði gert lögreglu viðvart um að farið hefði verið inn á reikning eins af viðskiptavinum hans og fé millifært þaðan. Hann var svo úrskurðaður í vikugæsluvarðhald í gær. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn aðeins milliliður. Hann hafi brotist inn í heimabanka og millifært fé til þriðja aðila. Ómar segir rannsókn standa yfir á því hver sá aðili sé. Fjögur þjófnaðarmál úr heimabönkum hafa komið til kasta lögreglu frá því í sumar og segir Ómar rannsókn á þeim öllum standa yfir. Hann segir manninn sem situr í varðhaldi þó aðeins tengjast einu máli að því að hann best viti og að ekkert málanna sé eins. Verið sé að afla sönnunagagna í þeim en enginn annar hafi verið handtekinn vegna þeirra. Ómar segir málið merki um breytt mynstur afbrota í heiminum en mál sem þessi séu vel þekkt í öðrum löndum. Hann biður fólk að vera á varðbergi og gera bönkum viðvart ef grunur vakni um óútskýrðar millifærslur. Forráðamenn banka og sparisjóða funduðu vegna málsins í morgun og segri Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, að þar hafi verið farið yfir öryggismál bankanna. Guðjón segir að gripið verði til aðgerða. Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hafi verið að vinna að leiðbeiningarlista fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða sem varði það hvernig fólk tryggi sem best öryggi í sinni einkatölvu með vírusvörnum og öðru slíku. Guðjón segir að þetta hafi verið unnið í samstarfi við Friðrik J. Skúlason, einn helsta sérfræðing landsins í þessum málum. Listinn verði settur inn á heimasíðu SPV í dag og hann muni mælast til þess við banka og sparisjóði að þeir geri slíkt hið sama þannig að fólk geti farið vel yfir hann. Guðjón leggur þó áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi bankanna heldur einkatölvur fólks og lykilorðum og notendanöfnum stolið þannig.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira