Sport

Frábær endurkoma Els

Ernie Els fagnar hér sigrinum í dag ásamt fjölskyldu sinni.
Ernie Els fagnar hér sigrinum í dag ásamt fjölskyldu sinni.

Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els vann sigur á Dunhill meistaramótinu í golfi í Evrópumótaröðinni í Suður Afríku í dag með þriggja högga forystu. Els átti frábæran lokadag í dag og lék á 68 höggum. Hann fékk 5 fugla og einn skolla og lauk keppni á samtals 274 höggum eða samtals 14 höggum undir pari.

Els var þremur höggum á undan löndum sínum, verjandi meistaranum Charl Schwartzel og Louis Oosthuizen sem báðir léku á 70 högum í dag.

Þetta er annað mótið sem Els tekur þátt í síðan hann sneri aftur eftir veikindafrí sem gerði hann fjarverandi í fjóran og hálfan mánuð en hann þurfti að gangast undir aðgerð á hné. Þetta var hins vegar fyrsta mótið í Evrópumótaröðinni sem hann tekur þátt í eftir fríið og er hann enn í 5. sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×