Sport

Riley stýrði Miami til sigurs í fyrsta leik

Pat Riley leiðbeinir hér Dwayne Wade í leiknum gegn Chicago í nótt
Pat Riley leiðbeinir hér Dwayne Wade í leiknum gegn Chicago í nótt NordicPhotos/GettyImages

Miami Heat bar sigurorð af Chicago Bulls í nótt í fyrsta leik Pat Riley sem þjálfara, en hann tók við af Stan Van Gundy á dögunum eftir að sá síðarnefndi ákvað að hætta af fjölskylduástæðum. Riley og félagar þurftu að hafa nokkuð fyrir sigrinum, en þriggja stiga skot frá Chicago sem hefði getað jafnað leikinn á lokasekúndunni vildi ekki ofan í.

Miami sigraði 100-97 og var Shaquille O´Neal stigahæstur hjá liðinu með 30 stig, en hjá Chicago var Kirk Hinrich atkvæðamestur með 26 stig og 8 stoðsendingar.

Atlanta vann annan mjög óvæntan sigur sinn á örfáum dögum þegar liðið lagði Cleveland á útivelli 100-94. Lebron James skoraði 39 stig fyrir Cleveland, en Al Harrington setti 20 fyrir Atlanta.

Washington lagði New Jersey auðveldlega þrátt fyrir að vera án Gilbert Arenas 94-74. Jarvis Hayes skoraði 19 stig fyrir Washington en Vince Carter skoraði 14 stig fyrir New Jersey.

Denver sigraði Charlotte 101-85. Carmelo Anthony skoraði 42 stig fyrir Denver, en Emeka Okafor skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir Charlotte.

Sacramento vann góðan útisigur á Minnesota 93-91, þar sem Bonzi Wells tryggði Sacramento sigurinn með þriggja stiga körfu í lokin. Wells var stigahæstur hjá Sacramento með 20 stig, en Wally Szczerbiak var með 25 stig hjá Minnesota.

San Antonio vann nauman sigur á LA Clippers í framlengingu á heimavelli sínum 95-87. Tim Duncan skoraði 27 stig og hirti 22 fráköst fyrir San Antonio, en Elton Brand var með 24 stig hjá Clippers.

Að lokum var einnig framlengt í leik Seattle og Golden State, en þar hafði Golden State betur 110-107. Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Seattle, en Derek Fisher skoraði 26 stig fyrir Golden State og Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×