
Sport
Ciudad tapaði fyrir Barcelona

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær 26-24, en Ólafur skoraði eitt mark í leiknum. Barcelona skaust í annað sæti deildarinnar með sigrinum og hefur tveggja stiga forystu á Ciudad sem er í því þriðja. Portland San Antonio er sem fyrr í efsta sætinu.