Sport

Montgomery hættur

Tim Montgomery á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir
Tim Montgomery á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski spretthlauparinn Tim Montgomery hefur tilkynnt að hann sé hættur að keppa eftir að hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar á dögunum. Montgomery hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og kennir læknum sínum um að hafa verið dæmdur í bannið, þrátt fyrir að hafa ekki fallið á lyfjaprófi.

"Ég er hættur. Mér þykir öll þessi málsmeðferð frekar ósanngjörn, því þaðan sem ég kem hélt ég að maður þyrfti að falla á lyfjaprófi til að verða dæmdur í bann," sagði Montgomery fúll. Þá hafa verðlaun sem hann hlaut fyrir afrek sín á tímabilinu 2001-02 verið tekin af honum. Hinn þrítugi Montgomery er einnig hættur með unnustu sinni Marion Jones, sem sjálf vann til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×