Sport

Artest sektaður

Ron Artest er ekki að gera liði Indiana neina greiða með háttalagi sínu undanfarna daga og svo fer sem horfir, nær hann að eyðileggja áform liðsins annað árið í röð
Ron Artest er ekki að gera liði Indiana neina greiða með háttalagi sínu undanfarna daga og svo fer sem horfir, nær hann að eyðileggja áform liðsins annað árið í röð NordicPhotos/GettyImages

Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers var í gær sektaður um 10.000 dollara fyrir ummæli sín í Indianapolis Star á dögunum, þar sem hann fór fram á að verða skipt frá liði Indiana og sagði liðið betur komið án sín.

Svona yfirlýsingar eru ekki vel séðar af forráðamönnum deildarinnar, sem í sumar hertu viðurlög við kröfum leikmanna um að verða seldir frá liðum. "Leikmenn verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum og það hefur marg sýnt sig að svona yfirlýsingar eru mjög slæmar fyrir liðin sem um ræðir," sagði talsmaður deildarinnar í kjölfar þess að sektin var gefin út.

Umboðsmaður Artest er nú að reyna allt sem hann getur til að sannfæra Artest um að vera um kyrrt hjá Indiana, en jafnvel þó Indiana fengi sterkan leikmann í skiptum fyrir hann ef hann færi annað, verður að teljast afar ólíklegt að liðið fái mann jafn sterkan og Artest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×