Mannréttindadómstóll vísar máli Kjartans frá 28. desember 2005 19:00 MYND/Teitur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, vegna dóms Hæstaréttar Íslands. Kjartan skaut málinu til mannréttindadómstólsins eftir að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, var sýknaður í meiðyrðamáli. Kjartan Gunnarsson höfðaði mál á hendur Sigurði G. Guðjónssyni eftir að hann skrifaði grein í Dag árið 2000, þar sem sagði að hann hefði leitað eftir viðskiptum við Landsbankann fyrir hönd íslenska útvarpssfélagsins en Kjartan Gunnarsson var þá formaður bankaráðs. 29. júlí árið 1994 hefði félaginu borist bréf frá Landsbankanum þar sem sagði að bankinn vildi ekki eiga viðskipti við félagið. Í grein Sigurðar sagði orðrétt: „Engar skýringar fengust, þó var okkur sagt sem stóðum í forsvari fyrir viðræðum við bankann að Kjartan Gunnarsson legðist gegn því að Landsbanki Íslands ætti viðskipti við félag sem Jón Ólafsson ætti aðild að." Kjartan krafðist þess fyrir dómi að þessi setning yrði dæmd ómerk. Þá vildi Kjartan einnig ómerkja setningu þar sem Sigurður fjallaði um að sparisjóðirnir hefðu séð ábata í viðskiptum við félagið. Þar sagði orðrétt. „Þar var ákvörðun um viðskipti við Íslenska útvarpsfélagið hf tekin á grundvelli viðskiptalegra hagsmuna sparisjóðanna en ekki á þeim forsendum hvað væri Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu og forkólfum fjármálaráðs flokksins þóknanlegt." Sigurður G. Guðjónsson var sýknaður bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti sem taldi að Kjartan Gunnarsson yrði að þola opinbera umræðu um störf sín. Kjartan skaut hins vegar málinu til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg sem hefur nú vísað því frá, þar sem ekki hafi tekist að leiða í ljós annmarka á dómi Hæstaréttar þegar málið var reifað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira