Bogi efast ekki um nýjar ákærur 12. október 2005 00:01 Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. > Baugsmálið Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira
Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. >
Baugsmálið Innlent Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg Sjá meira