Dularfull námsstefna 12. október 2005 00:01 Grunur leikur á að enn einn svindlpósturinn sé í umferð hér á landi. Fjöldi fólks hefur undanfarna daga fengið boð um að sækja ókeypis námsstefnu á Grand Hótel í nóvember, en hótelstjórinn segir hana hins vegar ekki á dagskrá. Lögreglan telur að taka beri boðinu með fyrirvara. Á umslaginu, sem fólk hefur fengið sent til sín, með boði um að sækja ókeypis námstefnu í netsölutækni, 21. nóvember næstkomandi, kemur hvergi fram hver sendann er, einungis fylgir óljóst heimilisfang í Seattle í Bandaríkjunum. Í sumum umslaganna koma fram takmarkaðar upplýsingar um námsstefnuna á íslensku, en í flestum þeirra er allt á ensku. Framan á umslögunum segir að námsstefnan verði haldin á Nordica hótelinu, en á sjálfum boðsmiðanum segir hins vegar að hún fari fram á Grand hótelinu í Reykjavík. Gefin eru upp tvö gjaldfrjáls símanúmer, sem viðkomandi þarf að hringja í til að staðfesta þátttöku, en til að tryggja sér sæti þarf að greiða tólf hundruð krónur fyrirfram, sem fást síðan endurgreiddar á sjálfri námsstefnunni. Hótelin, sem fengu óljósa fyrirspurn um lausan sal í nóvember, hafa gert lögregunni viðvart um málið, en fulltrúar hjá rannsóknardeild lögreglunnar telja ástæðu til að taka boðinu um námsstefnuna með fyrirvara. Ólafur Torfason, hótelstjóri á Grand Hótel, segir að símtölum hafi bókstaflega rignt inn til hótelsins þar sem fólk er að spyrjast fyrir um námsstefnuna. Ólafur segir ljóst að ekki hafi verið leigður út salur á hótelinu til námskeiðshaldsins; óljós fyrirspurn hafi komið um sal á hótelinu en hún hafi aldrei verið staðfest. > Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Grunur leikur á að enn einn svindlpósturinn sé í umferð hér á landi. Fjöldi fólks hefur undanfarna daga fengið boð um að sækja ókeypis námsstefnu á Grand Hótel í nóvember, en hótelstjórinn segir hana hins vegar ekki á dagskrá. Lögreglan telur að taka beri boðinu með fyrirvara. Á umslaginu, sem fólk hefur fengið sent til sín, með boði um að sækja ókeypis námstefnu í netsölutækni, 21. nóvember næstkomandi, kemur hvergi fram hver sendann er, einungis fylgir óljóst heimilisfang í Seattle í Bandaríkjunum. Í sumum umslaganna koma fram takmarkaðar upplýsingar um námsstefnuna á íslensku, en í flestum þeirra er allt á ensku. Framan á umslögunum segir að námsstefnan verði haldin á Nordica hótelinu, en á sjálfum boðsmiðanum segir hins vegar að hún fari fram á Grand hótelinu í Reykjavík. Gefin eru upp tvö gjaldfrjáls símanúmer, sem viðkomandi þarf að hringja í til að staðfesta þátttöku, en til að tryggja sér sæti þarf að greiða tólf hundruð krónur fyrirfram, sem fást síðan endurgreiddar á sjálfri námsstefnunni. Hótelin, sem fengu óljósa fyrirspurn um lausan sal í nóvember, hafa gert lögregunni viðvart um málið, en fulltrúar hjá rannsóknardeild lögreglunnar telja ástæðu til að taka boðinu um námsstefnuna með fyrirvara. Ólafur Torfason, hótelstjóri á Grand Hótel, segir að símtölum hafi bókstaflega rignt inn til hótelsins þar sem fólk er að spyrjast fyrir um námsstefnuna. Ólafur segir ljóst að ekki hafi verið leigður út salur á hótelinu til námskeiðshaldsins; óljós fyrirspurn hafi komið um sal á hótelinu en hún hafi aldrei verið staðfest. >
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira