Með sverði eða verði 3. janúar 2006 00:01 Dregin er upp ófögur mynd af frjálshyggjumönnum í tveimur skáldsögum um nýliðin jól. Hinir sterku eftir Kristján Þórð Hrafnsson er um konu, sem giftist frjálshyggjumanni. Hann vill leyfa sölu ólöglegra fíkniefna og er handtekinn fyrir innflutning þeirra í gróðaskyni. Því miður er bókin gersneydd kímni og stíllinn jafn þunglamalegur og titillinn, en boðskapurinn virðist vera, að leggja beri áherslu á það, sem sé mönnum sameiginlegt, ekki aðeins á frjálst val einstaklinga. Barnagælur eftir Óttar Norðfjörð er um ungan alþingismann Sjálfstæðisflokksins, siðlausan mannhatara og frjálshyggjumann, sem er barnaníðingur í tómstundum og myrðir einn félaga sinn af ótta um, að sá ljóstri upp um hann. Ég skal játa, að ég fletti þeirri bók aðeins lauslega, en mér sýndist hún verðskulda hinar hraklegu umsagnir, sem hún hlaut alls staðar, óháð stjórnmálaskoðunum ritdómara. Þótt þessar skáldsögur væru ef til vill ekki merkilegar, var þar hreyft gamalkunnri mótbáru við frjálshyggju: Hún sé köld og hörð kenning, ef til vill raunhæf um margt í efnahagsmálum, en mannúðarlaus. Frjálshyggjumenn skilji ekki hugtök eins og hjálpsemi og fórnarlund. Þeir viti allt um verð, en ekkert um verðmæti. Þeir miði við skjótfenginn gróða, en stundum verði menn að standa saman, veita hver öðrum aðstoð. Til þess séu almannatryggingar, ókeypis skólar og sjúkrahús, sem frjálshyggjumenn amist við. Menn geti ekki aðeins borið ábyrgð á sjálfum sér, heldur verði þeir líka að taka ábyrgð á öðrum. En samábyrgð, samstaða og samkennd séu frjálshyggjumönnum framandi hugmyndir. Þetta hefur raunar allt verið sagt miklu oftar og miklu betur en í skáldsögum þeirra Kristjáns Hrafns og Óttars. Aðalatriðið er þó, að þetta er rangt. Mótbáran er ekki við frjálshyggju, heldur skrípamynd af frjálshyggju. Engum heilvita manni dettur í hug að neita því, að menn eigi ýmsar skyldur við aðra, sem þeir hafa ekki samið um. Til dæmis ber foreldri að hlynna að sjúku barni sínu og vegfaranda að aðstoða fólk í neyð, verði hann þess var og sé þess umkominn. Í þessum skilningi er vissulega til mannleg samábyrgð. En frjálshyggja snýst ekki um að afneita þessu, heldur að víkka eftir megni út svið hins frjálsa vals einstaklinganna. Við getum til dæmis verið sammála um að tryggja börnum lágmarksmenntun óháð efnahag foreldra. En merkir það, að ríkið eigi að reka alla skóla? Og að foreldrarnir megi ekki velja um skóla, sé lágmarksskilyrðum um kennslu fullnægt? Og að þeir foreldrar, sem hafa mikinn áhuga á betri menntun barna sinna, megi ekki bæta einhverju við úr eigin vasa? Sömu spurninga má spyrja um heilsugæslu. Ásakanir félagshyggjufólks um mannúðarleysi, sem fólgið sé í frjálshyggju, hitta það einmitt sjálft fyrir. Í félagshyggjunni er fólgið ofbeldi. Þegar einn maður þarf hlut frá öðrum manni, sem er honum ekki vandabundinn (eins og móðir og barn eru til dæmis), heldur ókunnugur, á hann aðeins tveggja kosta völ. Annar er að neyða handhafa hlutarins með valdi til að láta hlutinn af hendi. Hinn er að bjóða fram greiðslu, sem handhafinn sættir sig við. Valið stendur um að afla hlutarins með sverði eða verði. Það er aukaatriði, að nú á dögum sveiflar vissulega enginn ræningjabarón sverði, heldur er ofbeldið grímuklætt: Þeir, sem vilja ekki greiða skatta, finna fljótlega fyrir þungum hrammi ríkisins, og lokaúrræði þess er auðvitað lögreglukylfan, sverð okkar daga. En hvað er mannúðarlausara en að neyða fólk til að gera það, sem það vill ekki gera? Kjarni málsins er, að félagshyggjufólk vill beita valdi ríkisins til að ná æskilegum markmiðum, en frjálshyggjumenn treysta á frjáls viðskipti einstaklinganna í sama skyni. Félagshyggjufólk talar margt um hjálpsemi og fórnarlund, en þegar að er gáð, eiga aðrir jafnan að bera með því kostnaðinn, og ef þeir gera það ekki með góðu, þá skulu þeir fá að gera það með illu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Dregin er upp ófögur mynd af frjálshyggjumönnum í tveimur skáldsögum um nýliðin jól. Hinir sterku eftir Kristján Þórð Hrafnsson er um konu, sem giftist frjálshyggjumanni. Hann vill leyfa sölu ólöglegra fíkniefna og er handtekinn fyrir innflutning þeirra í gróðaskyni. Því miður er bókin gersneydd kímni og stíllinn jafn þunglamalegur og titillinn, en boðskapurinn virðist vera, að leggja beri áherslu á það, sem sé mönnum sameiginlegt, ekki aðeins á frjálst val einstaklinga. Barnagælur eftir Óttar Norðfjörð er um ungan alþingismann Sjálfstæðisflokksins, siðlausan mannhatara og frjálshyggjumann, sem er barnaníðingur í tómstundum og myrðir einn félaga sinn af ótta um, að sá ljóstri upp um hann. Ég skal játa, að ég fletti þeirri bók aðeins lauslega, en mér sýndist hún verðskulda hinar hraklegu umsagnir, sem hún hlaut alls staðar, óháð stjórnmálaskoðunum ritdómara. Þótt þessar skáldsögur væru ef til vill ekki merkilegar, var þar hreyft gamalkunnri mótbáru við frjálshyggju: Hún sé köld og hörð kenning, ef til vill raunhæf um margt í efnahagsmálum, en mannúðarlaus. Frjálshyggjumenn skilji ekki hugtök eins og hjálpsemi og fórnarlund. Þeir viti allt um verð, en ekkert um verðmæti. Þeir miði við skjótfenginn gróða, en stundum verði menn að standa saman, veita hver öðrum aðstoð. Til þess séu almannatryggingar, ókeypis skólar og sjúkrahús, sem frjálshyggjumenn amist við. Menn geti ekki aðeins borið ábyrgð á sjálfum sér, heldur verði þeir líka að taka ábyrgð á öðrum. En samábyrgð, samstaða og samkennd séu frjálshyggjumönnum framandi hugmyndir. Þetta hefur raunar allt verið sagt miklu oftar og miklu betur en í skáldsögum þeirra Kristjáns Hrafns og Óttars. Aðalatriðið er þó, að þetta er rangt. Mótbáran er ekki við frjálshyggju, heldur skrípamynd af frjálshyggju. Engum heilvita manni dettur í hug að neita því, að menn eigi ýmsar skyldur við aðra, sem þeir hafa ekki samið um. Til dæmis ber foreldri að hlynna að sjúku barni sínu og vegfaranda að aðstoða fólk í neyð, verði hann þess var og sé þess umkominn. Í þessum skilningi er vissulega til mannleg samábyrgð. En frjálshyggja snýst ekki um að afneita þessu, heldur að víkka eftir megni út svið hins frjálsa vals einstaklinganna. Við getum til dæmis verið sammála um að tryggja börnum lágmarksmenntun óháð efnahag foreldra. En merkir það, að ríkið eigi að reka alla skóla? Og að foreldrarnir megi ekki velja um skóla, sé lágmarksskilyrðum um kennslu fullnægt? Og að þeir foreldrar, sem hafa mikinn áhuga á betri menntun barna sinna, megi ekki bæta einhverju við úr eigin vasa? Sömu spurninga má spyrja um heilsugæslu. Ásakanir félagshyggjufólks um mannúðarleysi, sem fólgið sé í frjálshyggju, hitta það einmitt sjálft fyrir. Í félagshyggjunni er fólgið ofbeldi. Þegar einn maður þarf hlut frá öðrum manni, sem er honum ekki vandabundinn (eins og móðir og barn eru til dæmis), heldur ókunnugur, á hann aðeins tveggja kosta völ. Annar er að neyða handhafa hlutarins með valdi til að láta hlutinn af hendi. Hinn er að bjóða fram greiðslu, sem handhafinn sættir sig við. Valið stendur um að afla hlutarins með sverði eða verði. Það er aukaatriði, að nú á dögum sveiflar vissulega enginn ræningjabarón sverði, heldur er ofbeldið grímuklætt: Þeir, sem vilja ekki greiða skatta, finna fljótlega fyrir þungum hrammi ríkisins, og lokaúrræði þess er auðvitað lögreglukylfan, sverð okkar daga. En hvað er mannúðarlausara en að neyða fólk til að gera það, sem það vill ekki gera? Kjarni málsins er, að félagshyggjufólk vill beita valdi ríkisins til að ná æskilegum markmiðum, en frjálshyggjumenn treysta á frjáls viðskipti einstaklinganna í sama skyni. Félagshyggjufólk talar margt um hjálpsemi og fórnarlund, en þegar að er gáð, eiga aðrir jafnan að bera með því kostnaðinn, og ef þeir gera það ekki með góðu, þá skulu þeir fá að gera það með illu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun