Nákvæmni sem kækur 18. janúar 2006 00:01 Í borginni þar sem ég á heima búa hátt í fjórar milljónir manna. Borgarbúar geta valið á milli nokkurra staðbundinna dagblaða, auk fjölda blaða sem gefin eru út á landsvísu. Sum þessara staðbundnu blaða sinna heimsfréttum og landsmálum auk þess að fjalla um fréttir og menningu í borginni en önnur horfa lítið út fyrir borgina. Þau blöð sem nær einungis fjalla um heimaslóðir virka örlítið kjánaleg og eins og þau eigi í stöðugum vandræðum með að finna áhugaverðar fréttir af þessu litla fjögurra milljón manna samfélagi. Ég bjó einu sinni í bæ í Englandi sem er álíka fjölmennur og Ísland. Þar var gefið út dagblað sem átti það til að vera með fréttir af nýjum umferðaljósum á forsíðu og viðtöl við fólk um ekki neitt sem innefni. Íslenskir fjölmiðlamenn eru miklir kraftaverkamenn því alltaf virðist svo mikið vera að gerast í okkar örsmáa samfélagi að nokkur dagblöð og tvær útvarps og sjónvarpsstöðvar halda úti mjög öflugri og stundum fjölbreyttri fréttaþjónustu. Þetta fólk gæti líklega gert sér sæmilegan mat úr mannlífinu í milljónaborg. Smæðin gerir það hins vegar að verkum að fréttir verða miklu nákvæmnislegri en í stærri samfélögum. Flest af því sem sagt er frá er auðvitað þess eðlis að það kæmist ekki í fréttir í stærra samfélagi . Nákvæmar fréttir hafa sína kosti en líka sína galla. Sú hefð að greina af mikilli nákvæmni frá öllum málsatvikum í litlum málum sem stórum leiðir oft til þess að enga heildarmynd er að fá og ekkert samhengi að finna. Nákvæmnin verður að kæk. Kjarni málsins týnist í umfjöllun um tæknileg atrið og einstaka anga málsins sem eru raktir án þess að þeir varpi nokkru sérstöku ljósi á eðli þess. Til að fá mynd af fyrirbærum og skilja samhengi þeirra við aðra hluti þurfa menn stundum meiri fjarlægð en hefðir í íslenskri fréttamennsku bjóða uppá. Umræða um fjölmiðlun á Íslandi virðist oftar en ekki snúast um það hvort íslenskir fjölmiðlar gangi of langt eða of skammt, séu of harðir eða of linir. Þessi orð ná svo sem vel því sem um er rætt, það er einkennum íslenskrar fjölmiðlunar, en kannski á kostnað þess að menn líti til annarrar víddar sem sjaldnar er rædd, þess hvort fjölmiðlar fari ekki of grunnt í flest mál. Nákvæmni er ekki það sama og dýpt. Orðin sem eru notuð, of skamt eða of langt, of hart eða of lint, vísa til þess hvernig fjölmiðlar umgangast persónur, hvort þjarmað er að þeim eða þeim hlíft um of. Spurningin um það hvort farið er grunnt eða djúpt snýr hins vegar ekki að persónum, heldur að því hversu nálægt menn komast kjarna málsins. Það er eitt megineinkenni samtímans að mörkin á milli þess innlenda og þess alþjóðlega hafa máðst. Það staðbundna er sífellt meira mótað af hinu alþjóðlega og almenna. Atburði og þróun í einu samfélagi má yfirleitt skilja sem staðbundnar birtingarmynd alþjóðlegra fyrirbæra. Til að ná skilningi á hinu staðbundna þurfa menn oftlega frekar að setja það í almennt og alþjóðlegt samhengi en að eltast við minnstu anga hvers máls. Fjölmiðlun á Íslandi hefur sumpart færst alveg í hina áttina. Hún hefur farið að snúast meira um fólk en fyrirbæri og líka um það sem menn telja af misgáningi að sé séríslenskt frekar en almennt. Þetta má sjá í fréttum og umfjöllun um pólitík, viðskipti, menningu og þjóðfélagsmein. Þróun til þess að persónugera fyrirbæri er alþjóðleg en í fámenninu hér tekur hún á sig dálítið sérkennilegar myndir. Þessi tegund fréttamennsku byggir nefnileg á því að til sé hópur af fólki sem er öðru vísi en annað fólk. Fjarlægð er nauðsynleg til við að gera líf hinna frægu nægilega áhugavert og sérstakt til að menn fýsi í að fá innsýn í það eins og vel sést á kjánaskapnum í kringum tilraunir fjölmiðla til að búa til hóp frægs fólks á Íslandi. Tilraunir til þess að útskýra pólitík, viðskipti og menningarfyrirbæri á Íslandi án þess að líta út fyrir stendur landsins skila líka oft litlum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í borginni þar sem ég á heima búa hátt í fjórar milljónir manna. Borgarbúar geta valið á milli nokkurra staðbundinna dagblaða, auk fjölda blaða sem gefin eru út á landsvísu. Sum þessara staðbundnu blaða sinna heimsfréttum og landsmálum auk þess að fjalla um fréttir og menningu í borginni en önnur horfa lítið út fyrir borgina. Þau blöð sem nær einungis fjalla um heimaslóðir virka örlítið kjánaleg og eins og þau eigi í stöðugum vandræðum með að finna áhugaverðar fréttir af þessu litla fjögurra milljón manna samfélagi. Ég bjó einu sinni í bæ í Englandi sem er álíka fjölmennur og Ísland. Þar var gefið út dagblað sem átti það til að vera með fréttir af nýjum umferðaljósum á forsíðu og viðtöl við fólk um ekki neitt sem innefni. Íslenskir fjölmiðlamenn eru miklir kraftaverkamenn því alltaf virðist svo mikið vera að gerast í okkar örsmáa samfélagi að nokkur dagblöð og tvær útvarps og sjónvarpsstöðvar halda úti mjög öflugri og stundum fjölbreyttri fréttaþjónustu. Þetta fólk gæti líklega gert sér sæmilegan mat úr mannlífinu í milljónaborg. Smæðin gerir það hins vegar að verkum að fréttir verða miklu nákvæmnislegri en í stærri samfélögum. Flest af því sem sagt er frá er auðvitað þess eðlis að það kæmist ekki í fréttir í stærra samfélagi . Nákvæmar fréttir hafa sína kosti en líka sína galla. Sú hefð að greina af mikilli nákvæmni frá öllum málsatvikum í litlum málum sem stórum leiðir oft til þess að enga heildarmynd er að fá og ekkert samhengi að finna. Nákvæmnin verður að kæk. Kjarni málsins týnist í umfjöllun um tæknileg atrið og einstaka anga málsins sem eru raktir án þess að þeir varpi nokkru sérstöku ljósi á eðli þess. Til að fá mynd af fyrirbærum og skilja samhengi þeirra við aðra hluti þurfa menn stundum meiri fjarlægð en hefðir í íslenskri fréttamennsku bjóða uppá. Umræða um fjölmiðlun á Íslandi virðist oftar en ekki snúast um það hvort íslenskir fjölmiðlar gangi of langt eða of skammt, séu of harðir eða of linir. Þessi orð ná svo sem vel því sem um er rætt, það er einkennum íslenskrar fjölmiðlunar, en kannski á kostnað þess að menn líti til annarrar víddar sem sjaldnar er rædd, þess hvort fjölmiðlar fari ekki of grunnt í flest mál. Nákvæmni er ekki það sama og dýpt. Orðin sem eru notuð, of skamt eða of langt, of hart eða of lint, vísa til þess hvernig fjölmiðlar umgangast persónur, hvort þjarmað er að þeim eða þeim hlíft um of. Spurningin um það hvort farið er grunnt eða djúpt snýr hins vegar ekki að persónum, heldur að því hversu nálægt menn komast kjarna málsins. Það er eitt megineinkenni samtímans að mörkin á milli þess innlenda og þess alþjóðlega hafa máðst. Það staðbundna er sífellt meira mótað af hinu alþjóðlega og almenna. Atburði og þróun í einu samfélagi má yfirleitt skilja sem staðbundnar birtingarmynd alþjóðlegra fyrirbæra. Til að ná skilningi á hinu staðbundna þurfa menn oftlega frekar að setja það í almennt og alþjóðlegt samhengi en að eltast við minnstu anga hvers máls. Fjölmiðlun á Íslandi hefur sumpart færst alveg í hina áttina. Hún hefur farið að snúast meira um fólk en fyrirbæri og líka um það sem menn telja af misgáningi að sé séríslenskt frekar en almennt. Þetta má sjá í fréttum og umfjöllun um pólitík, viðskipti, menningu og þjóðfélagsmein. Þróun til þess að persónugera fyrirbæri er alþjóðleg en í fámenninu hér tekur hún á sig dálítið sérkennilegar myndir. Þessi tegund fréttamennsku byggir nefnileg á því að til sé hópur af fólki sem er öðru vísi en annað fólk. Fjarlægð er nauðsynleg til við að gera líf hinna frægu nægilega áhugavert og sérstakt til að menn fýsi í að fá innsýn í það eins og vel sést á kjánaskapnum í kringum tilraunir fjölmiðla til að búa til hóp frægs fólks á Íslandi. Tilraunir til þess að útskýra pólitík, viðskipti og menningarfyrirbæri á Íslandi án þess að líta út fyrir stendur landsins skila líka oft litlum árangri.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun