Ingibjörg sýnir á spilin 14. mars 2006 00:01 Rúmt ár er til alþingiskosninga. Í því ljósi er vert eftirtektar að rýna í það sem formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fram að færa í sunnudagsviðtali við Fréttablaðið um málefni næstu þingkosningabaráttu. Þar segir formaðurinn, að meðal helstu stefnumála verði viðbrögð gagnvart vaxandi ójöfnuði og átök um eignarhald á auðlindum. Þetta er tiltölulega afdráttarlaust svar. Á þessu stigi máls er vissulega ekki unnt að ætlast til útfærðra hugmynda um átakamál kosninga að ári. Þau skilaboð, sem formaðurinn sendir í viðtalinu vekja eigi að síður upp ýmsar spurningar, sem vænta má að svarað verði síðar. Af kögunarhóli jafnaðarmannaflokks hljóta menn eðlilega að sjá jöfnuð í samfélaginu sem megin viðfangsefni. Fyrirheit um aðgerðir til þess að spyrna gegn vaxandi ójöfnuði sýnist þannig vera sjálfgefið kosningamál, og kemur engum á óvart. En á komandi mánuðum mun Samfylkingin ugglaust svara ýmsum áleitnum spurningum, er lúta að því, hvernig hún hyggst gera fyrirheit á þessu sviði að veruleika. Verður það gert með skattalækkunum til ákveðinna hópa eða skattahækkunum á aðra? Hér má einnig spyrja: Verða einhver af viðfangsefnum núverandi ríkisstjórnar aflögð í fjárlögum og önnur tekin í staðinn er meir samrýmast kosningamarkmiðunum? Þegar eignarhald á auðlindum er boðað sem kosningamál er rétt að spyrja að hvaða breytingum er stefnt á því sviði. Er með hugtakinu þjóðareign átt við eignarrétt eða rétt löggjafans til þess að setja almennar leikreglur innan ramma gildandi eignarréttarreglna? Á að þjóðnýta einhver eignarréttindi, sem varin eru með stjórnarskrá í dag? Á að skattleggja orkunýtingu? Hvernig á að koma í veg fyrir, að hugsanleg skattlagning af því tagi komi fram á orkureikningum heimilanna? Með hliðsjón af því sem formaður Samfylkingarinnar hefur nú þegar sagt um helstu kosningamál má reikna með, að svör við þessum spurningum og ýmsum öðrum er þessum málum tengjast verði uppistaðan í málflutningi flokksins þegar líður á árið og dregur að næsta þingi. Hitt vekur líka athygli, að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki á þessu stigi nefna Evrópumál né skólamál í sömu andrá og helstu kosningamál. Skólastefna hefur aldrei verið meðal helstu umræðuefna í stjórnmálum hér á landi. Þar eru engir flokkar undanskildir. Í nágrannalöndunum eru markmið og leiðir í skólamálum hins vegar alla jafna eitt helsta viðfangsefni stjórnmálaumræðunnar. Fyrir áratug gerðu breskir jafnaðarmenn skólamálin að uppistöðuefni í kosningaboðskap sínum. Nú sýnast breskir íhaldsmenn vera að gera það sama. Reyndar hafa sjónarmið flokkanna í Bretlandi færst saman varðandi þetta mikilvæga svið samfélagsþjónustunnar. Það er athyglivert, að formaður Samfylkingarinnar sendir ekki á þessu stigi boð um nein nýmæli af þessu tagi inn í stjórnmálaumræðuna. Þá vekur athygli, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir, að Samfylkingin verði mótvægi en ekki hækja í hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það þýði breyttan veruleika. Hún stillir Samfylkingunni hins vegar ekki upp sem mótvægi, er hafi þann tilgang helstan að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Felur það í sér vantrú á þeim möguleika? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Rúmt ár er til alþingiskosninga. Í því ljósi er vert eftirtektar að rýna í það sem formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fram að færa í sunnudagsviðtali við Fréttablaðið um málefni næstu þingkosningabaráttu. Þar segir formaðurinn, að meðal helstu stefnumála verði viðbrögð gagnvart vaxandi ójöfnuði og átök um eignarhald á auðlindum. Þetta er tiltölulega afdráttarlaust svar. Á þessu stigi máls er vissulega ekki unnt að ætlast til útfærðra hugmynda um átakamál kosninga að ári. Þau skilaboð, sem formaðurinn sendir í viðtalinu vekja eigi að síður upp ýmsar spurningar, sem vænta má að svarað verði síðar. Af kögunarhóli jafnaðarmannaflokks hljóta menn eðlilega að sjá jöfnuð í samfélaginu sem megin viðfangsefni. Fyrirheit um aðgerðir til þess að spyrna gegn vaxandi ójöfnuði sýnist þannig vera sjálfgefið kosningamál, og kemur engum á óvart. En á komandi mánuðum mun Samfylkingin ugglaust svara ýmsum áleitnum spurningum, er lúta að því, hvernig hún hyggst gera fyrirheit á þessu sviði að veruleika. Verður það gert með skattalækkunum til ákveðinna hópa eða skattahækkunum á aðra? Hér má einnig spyrja: Verða einhver af viðfangsefnum núverandi ríkisstjórnar aflögð í fjárlögum og önnur tekin í staðinn er meir samrýmast kosningamarkmiðunum? Þegar eignarhald á auðlindum er boðað sem kosningamál er rétt að spyrja að hvaða breytingum er stefnt á því sviði. Er með hugtakinu þjóðareign átt við eignarrétt eða rétt löggjafans til þess að setja almennar leikreglur innan ramma gildandi eignarréttarreglna? Á að þjóðnýta einhver eignarréttindi, sem varin eru með stjórnarskrá í dag? Á að skattleggja orkunýtingu? Hvernig á að koma í veg fyrir, að hugsanleg skattlagning af því tagi komi fram á orkureikningum heimilanna? Með hliðsjón af því sem formaður Samfylkingarinnar hefur nú þegar sagt um helstu kosningamál má reikna með, að svör við þessum spurningum og ýmsum öðrum er þessum málum tengjast verði uppistaðan í málflutningi flokksins þegar líður á árið og dregur að næsta þingi. Hitt vekur líka athygli, að formaður Samfylkingarinnar skuli ekki á þessu stigi nefna Evrópumál né skólamál í sömu andrá og helstu kosningamál. Skólastefna hefur aldrei verið meðal helstu umræðuefna í stjórnmálum hér á landi. Þar eru engir flokkar undanskildir. Í nágrannalöndunum eru markmið og leiðir í skólamálum hins vegar alla jafna eitt helsta viðfangsefni stjórnmálaumræðunnar. Fyrir áratug gerðu breskir jafnaðarmenn skólamálin að uppistöðuefni í kosningaboðskap sínum. Nú sýnast breskir íhaldsmenn vera að gera það sama. Reyndar hafa sjónarmið flokkanna í Bretlandi færst saman varðandi þetta mikilvæga svið samfélagsþjónustunnar. Það er athyglivert, að formaður Samfylkingarinnar sendir ekki á þessu stigi boð um nein nýmæli af þessu tagi inn í stjórnmálaumræðuna. Þá vekur athygli, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir, að Samfylkingin verði mótvægi en ekki hækja í hugsanlegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það þýði breyttan veruleika. Hún stillir Samfylkingunni hins vegar ekki upp sem mótvægi, er hafi þann tilgang helstan að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Felur það í sér vantrú á þeim möguleika?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun