Frelsið er forsenda mennskunnar 25. mars 2006 03:00 Frelsi snýst um að eiga val. Þess vegna er frelsið kjarni þess sem við köllum mennsku. Mannfólkið þarf að borða, sofa, lifa og fjölga sér en í því felst engin sérstaða. Það eru valkostirnir sem gera okkur mennsk. Valkostirnir eru líka kjarni sjálfsvitundarinnar. Ef ættum ekki valkosti þyrftum við enga sjálfsvitund, aðeins eðlishvatir. Valkostir mannanna eru takmarkaðir við stað, stund og iðulega er þrengt að þeim af öðru fólki. Öll frelsisbarátta snýst hins vegar um að fjölga þessum valkostum, geta valið sér nýtt hlutskipti. Mestu takmarkanirnar á frelsinu er þegar fólki er sagt að það eigi ekkert val. Að valkostir séu ekki "raunhæfir", að við eigum að gera eins og allir aðrir, að lestin sé komin af stað og bruni áfram án þess að neitt sé við því að gera. Í orðræðu frelsissviptingar þá heita ögrandi valkostir "draumórar", "öfgar" eða "jaðarskoðanir". Mannfólkið skiptist ekki með afgerandi hætti í frjálsa menn og þræla. Þvert á móti erum við öll stödd á mismunandi stigum frelsis. Margir þættir hafa áhrif á það. Fólk getur fjölgað valkostum sínum með því að skapa sér greiðan aðgang að ýmsum lífsgæðum samfélagsins, t.d. menntun og upplýsingu. Frelsið snýst að hluta til um aðgengi að lífsgæðum. Auðhyggjan segir okkur að ríkidæmi fjölgi valkostum. Við sjáum þetta endurspeglast í auglýsingum fjármálastofnana. Þetta er að hluta til rétt, en þá verður fólk að vera samkvæmt sjálfu sér. Auðhyggjumaður sem heldur því fram að fátækt fólk hafi sama frelsi og þeir sem hafa meira, t.d. til að forða sér undan náttúruhamförum, er ekkert annað en hræsnari. En orðræða um frelsið er því miður iðulega hræsnisfull. Það er fleira en auður sem fjölgar valkostum fólks. Fyrir þá sem skortir auðinn er það samtakamátturinn og samstaðan sem breytir lífinu. Þegar samtakamátturinn veikist þá fækkar valkostum hinna veiku. Ein leiðin til að veikja samtakamáttinn er að segja fólki að það eigi í raun ekki val, að mótmæli gegn valdhöfum séu tilgangslaus, að það sé "búið að ákveða" eitthvað. Þannig virkar orðræða frelsissviptingar líka. Pólitík snýst fyrst og fremst um frelsi. Frelsisbarátta blökkumanna í Bandaríkjunum og Suður-Afríku snerist um að öðlast sömu valkosti og aðrir hópar. Kvenfrelsi snýst um að konur eigi sömu valkosti og karlar, sem þær eiga því miður ekki ennþá í okkar upplýsta nútímasamfélagi. Gegn þessum baráttuhreyfingum stendur íhaldsstefnan, sem boðar að frelsi eins megi ekki auka á kostnað annarra. Og það er vissulega rétt, að aukið valfrelsi eins hóps getur takmarkað frelsi annars hóps, hópsins sem hefur vanist því að drottna yfir öðrum. Frelsið getur verið takmörkuð auðlind í sumum tilvikum. Það er hins vegar afskræming frelsisins til að velja á milli ólíkra valkosta að halda því fram að frelsið sjálft geti verið valkostur. Að hægt sé að "velja frelsið". Þegar íhaldsstefnan kennir sig við frjálshyggju þá er hún í raun að reyna að takmarka valkostina því að auðvitað vilja allir frelsið. Með því að kalla sig "frjálshyggju" reynir íhaldsstefnan að takmarka frelsi okkar til að velja eitthvað annað en hana. Einokun á frelsishugtakinu getur aldrei orðið annað en tilraun til frelsisskerðingar. Sama hugsun kom fram með öllu róttækari hjá bandaríska íhaldsmanninum Francis Fukuyama þegar hann bjó til frasann "endalok sögunnar". Í skilningi hans merkti þetta endalok pólitískra valkosta, að framvegis ættum við aðeins valkost sem væri auðvald, markaðshyggja og hið afar takmarkaða borgaralega lýðræði. Ekki er hægt að hugsa sér meira ófrelsi en þetta, að einungis einn pólitískur valkostur sé í boði. Sem betur fer hafa margir komið auga á þetta og andóf gegn þessari hugmyndalegu einokun brýst m.a. fram í mótmælum gegn hnattvæðingunni. "Hnattvæðingin" er jú ekki annað en tröllaukin tilraun pólitískra og efnahagslegra valdahópa til þess að eyða valkostum jarðarbúa, að steypa alla veröldina í sama mót. Krafan um takmörkun valkostanna kemur ekki aðeins frá íhaldsmönnum, þótt þeir séu helstu merkisberar hennar nú á dögum. Hugmyndin um samræðustjórnmál er t.d. vinsæl hjá norrænum félagshyggjumönnum. Við verðum hins að gæta okkur vel á því að samræðustjórnmál geta auðveldlega umhverfst í samstöðustjórnmál, þar sem krafa er gerð um að þjóðin hafi einn vilja. Við eigum frekar að efla orðræðu frelsisins, skerpa hugmyndina um að það séu alltaf margir kostir í boði. Það er alltaf til önnur leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Frelsi snýst um að eiga val. Þess vegna er frelsið kjarni þess sem við köllum mennsku. Mannfólkið þarf að borða, sofa, lifa og fjölga sér en í því felst engin sérstaða. Það eru valkostirnir sem gera okkur mennsk. Valkostirnir eru líka kjarni sjálfsvitundarinnar. Ef ættum ekki valkosti þyrftum við enga sjálfsvitund, aðeins eðlishvatir. Valkostir mannanna eru takmarkaðir við stað, stund og iðulega er þrengt að þeim af öðru fólki. Öll frelsisbarátta snýst hins vegar um að fjölga þessum valkostum, geta valið sér nýtt hlutskipti. Mestu takmarkanirnar á frelsinu er þegar fólki er sagt að það eigi ekkert val. Að valkostir séu ekki "raunhæfir", að við eigum að gera eins og allir aðrir, að lestin sé komin af stað og bruni áfram án þess að neitt sé við því að gera. Í orðræðu frelsissviptingar þá heita ögrandi valkostir "draumórar", "öfgar" eða "jaðarskoðanir". Mannfólkið skiptist ekki með afgerandi hætti í frjálsa menn og þræla. Þvert á móti erum við öll stödd á mismunandi stigum frelsis. Margir þættir hafa áhrif á það. Fólk getur fjölgað valkostum sínum með því að skapa sér greiðan aðgang að ýmsum lífsgæðum samfélagsins, t.d. menntun og upplýsingu. Frelsið snýst að hluta til um aðgengi að lífsgæðum. Auðhyggjan segir okkur að ríkidæmi fjölgi valkostum. Við sjáum þetta endurspeglast í auglýsingum fjármálastofnana. Þetta er að hluta til rétt, en þá verður fólk að vera samkvæmt sjálfu sér. Auðhyggjumaður sem heldur því fram að fátækt fólk hafi sama frelsi og þeir sem hafa meira, t.d. til að forða sér undan náttúruhamförum, er ekkert annað en hræsnari. En orðræða um frelsið er því miður iðulega hræsnisfull. Það er fleira en auður sem fjölgar valkostum fólks. Fyrir þá sem skortir auðinn er það samtakamátturinn og samstaðan sem breytir lífinu. Þegar samtakamátturinn veikist þá fækkar valkostum hinna veiku. Ein leiðin til að veikja samtakamáttinn er að segja fólki að það eigi í raun ekki val, að mótmæli gegn valdhöfum séu tilgangslaus, að það sé "búið að ákveða" eitthvað. Þannig virkar orðræða frelsissviptingar líka. Pólitík snýst fyrst og fremst um frelsi. Frelsisbarátta blökkumanna í Bandaríkjunum og Suður-Afríku snerist um að öðlast sömu valkosti og aðrir hópar. Kvenfrelsi snýst um að konur eigi sömu valkosti og karlar, sem þær eiga því miður ekki ennþá í okkar upplýsta nútímasamfélagi. Gegn þessum baráttuhreyfingum stendur íhaldsstefnan, sem boðar að frelsi eins megi ekki auka á kostnað annarra. Og það er vissulega rétt, að aukið valfrelsi eins hóps getur takmarkað frelsi annars hóps, hópsins sem hefur vanist því að drottna yfir öðrum. Frelsið getur verið takmörkuð auðlind í sumum tilvikum. Það er hins vegar afskræming frelsisins til að velja á milli ólíkra valkosta að halda því fram að frelsið sjálft geti verið valkostur. Að hægt sé að "velja frelsið". Þegar íhaldsstefnan kennir sig við frjálshyggju þá er hún í raun að reyna að takmarka valkostina því að auðvitað vilja allir frelsið. Með því að kalla sig "frjálshyggju" reynir íhaldsstefnan að takmarka frelsi okkar til að velja eitthvað annað en hana. Einokun á frelsishugtakinu getur aldrei orðið annað en tilraun til frelsisskerðingar. Sama hugsun kom fram með öllu róttækari hjá bandaríska íhaldsmanninum Francis Fukuyama þegar hann bjó til frasann "endalok sögunnar". Í skilningi hans merkti þetta endalok pólitískra valkosta, að framvegis ættum við aðeins valkost sem væri auðvald, markaðshyggja og hið afar takmarkaða borgaralega lýðræði. Ekki er hægt að hugsa sér meira ófrelsi en þetta, að einungis einn pólitískur valkostur sé í boði. Sem betur fer hafa margir komið auga á þetta og andóf gegn þessari hugmyndalegu einokun brýst m.a. fram í mótmælum gegn hnattvæðingunni. "Hnattvæðingin" er jú ekki annað en tröllaukin tilraun pólitískra og efnahagslegra valdahópa til þess að eyða valkostum jarðarbúa, að steypa alla veröldina í sama mót. Krafan um takmörkun valkostanna kemur ekki aðeins frá íhaldsmönnum, þótt þeir séu helstu merkisberar hennar nú á dögum. Hugmyndin um samræðustjórnmál er t.d. vinsæl hjá norrænum félagshyggjumönnum. Við verðum hins að gæta okkur vel á því að samræðustjórnmál geta auðveldlega umhverfst í samstöðustjórnmál, þar sem krafa er gerð um að þjóðin hafi einn vilja. Við eigum frekar að efla orðræðu frelsisins, skerpa hugmyndina um að það séu alltaf margir kostir í boði. Það er alltaf til önnur leið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun