Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu 30. mars 2006 00:01 Seðlabanki Íslands. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir gagnrýni Skagen Fondene á stýrivaxtastefnu bankans óréttmæta. MYND/Heiða Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Seðlabanki Íslands ýtir undir ónauðsynlegan óróleika á fjármálamarkaði með því að miða vaxtaákvarðanir við vísitölu neysluverðs sem felur í sér húsnæðisverð, segir Torgeir Høien, sérfræðingur norska bankans Skagen Fondene, í nýlegri skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann segir hækkanir stýrivaxta árin 2004 og 2005 hafa verið óþarflega miklar en þær hafi ýtt undir hátt gengi krónunnar og með því lagt grunninn að hraðri veikingu hennar að undanförnu. Um þetta hefur nú farið fram umræða, en ég er ekki sannfærður um að það sé rétt hjá norska bankanum að Seðlabankinn hafi elt þetta blint, segir Guðmundur K. Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Bankinn hefur reiknað hvort tveggja og tekið mið af því. Guðmundur telur frekar hafa ýtt undir óstöðugleika hversu lítil áhrif stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafi haft á útlán og vaxtakjör í landinu. Torgeir Høien Torgeir er sérfræðingur Skagen Fondene. En við spurningunni um hvort notast eigi við vísitölu með eða án húsnæðisverðs er ekki til einhlítt svar. Það getur komið sér vel í einn tíma og illa í annan, segir hann. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir verðbólgumarkmið Seðlabankans miðast við vísitöluna í heild. Bankinn er hins vegar ekki að bregðast við liðinni verðbólgu, þar sem húsnæðisverðbólga er ráðandi, heldur við verðbólgu sem bankinn sér fram undan, segir hann og kveður húsnæðisverðbólgu ekki endilega vera hluta af þeirri mynd. Ljóst er að húsnæðisverðbólga mun hjaðna og annars konar verðbólga færist í vöxt í staðinn. Þá benda rannsóknir til að húsnæðisverðbólga sé leiðandi vísbending um annars konar verðbólgu. Gagnrýnin er því ekki réttmæt, nema að bankinn væri eingöngu á horfa á það sem liðið er í stað þess sem er fram undan. Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Seðlabanki Íslands ýtir undir ónauðsynlegan óróleika á fjármálamarkaði með því að miða vaxtaákvarðanir við vísitölu neysluverðs sem felur í sér húsnæðisverð, segir Torgeir Høien, sérfræðingur norska bankans Skagen Fondene, í nýlegri skýrslu um íslensk efnahagsmál. Hann segir hækkanir stýrivaxta árin 2004 og 2005 hafa verið óþarflega miklar en þær hafi ýtt undir hátt gengi krónunnar og með því lagt grunninn að hraðri veikingu hennar að undanförnu. Um þetta hefur nú farið fram umræða, en ég er ekki sannfærður um að það sé rétt hjá norska bankanum að Seðlabankinn hafi elt þetta blint, segir Guðmundur K. Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Bankinn hefur reiknað hvort tveggja og tekið mið af því. Guðmundur telur frekar hafa ýtt undir óstöðugleika hversu lítil áhrif stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans hafi haft á útlán og vaxtakjör í landinu. Torgeir Høien Torgeir er sérfræðingur Skagen Fondene. En við spurningunni um hvort notast eigi við vísitölu með eða án húsnæðisverðs er ekki til einhlítt svar. Það getur komið sér vel í einn tíma og illa í annan, segir hann. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir verðbólgumarkmið Seðlabankans miðast við vísitöluna í heild. Bankinn er hins vegar ekki að bregðast við liðinni verðbólgu, þar sem húsnæðisverðbólga er ráðandi, heldur við verðbólgu sem bankinn sér fram undan, segir hann og kveður húsnæðisverðbólgu ekki endilega vera hluta af þeirri mynd. Ljóst er að húsnæðisverðbólga mun hjaðna og annars konar verðbólga færist í vöxt í staðinn. Þá benda rannsóknir til að húsnæðisverðbólga sé leiðandi vísbending um annars konar verðbólgu. Gagnrýnin er því ekki réttmæt, nema að bankinn væri eingöngu á horfa á það sem liðið er í stað þess sem er fram undan.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun