Gunnar lenti í kröppum dansi 12. apríl 2006 00:01 Mattias Jonsson sést hér tækla Gunnar illa í leiknum á mánudagskvöldið. Jonsson fékk rautt spjald fyrir vikið. fréttablaðið/scanpix Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira