Fjölmiðlar á krossgötum 11. maí 2006 00:01 Einn þekktasti fréttaritari í sögu BBC, Martin Bell, sagði einu sinni: "Fólki hættir til að trúa því að fréttamenn séu þar sem fréttirnar gerast. Þannig er það ekki. Fréttirnar eru þar sem fréttamennirnir eru." Var hann þar á vissan hátt að leggja út af hinni gamalkunnu heimspekilegu spurningu: Ef tré fellur í skóginum og enginn er nálægur heyrist hljóð? Auðvitað eru um allan heim sífellt að gerast fréttnæmir atburðir sem lenda ekki í kastljósi fjölmiðlanna einfaldlega vegna þess að ekki er nokkur leið að koma upplýsingum um þá á framfæri. En umhverfið er hins vegar mikið breytt frá því að Martin Bell lét ummælin hér að ofan falla og við lifum á tímum þar sem hlutdeild hefðbundinna fjölmiðla við fréttaöflun og upplýsingagjöf til almennings er að breytast svo hratt að litlir möguleikar eru að sjá fyrir hvar sú vegferð mun enda. Uppspretta frétta er orðin margfalt fjölbreyttari en sú að fólk sæki eingöngu til blaða, ljósvakamiðla eða fréttasíðna á netinu þar sem atvinnumenn í fréttum vega og meta hvað telst fréttnæmt og deila því síðan út til lesenda sinna, hlustenda eða áhorfenda. Netvæðing heimsins leikur lykilhlutverkið í þessum breytingum og umfram allt netsíður þar sem fólk miðlar upplýsingum, skrifuðu máli, stundum ljósmyndum og myndskeiðum, frá því sem það telur sjálft fréttnæmt. Í því samhengi leika farsímar með myndavélum og einfaldar, ódýrar stafrænar myndatökuvélar líka stórt hlutverk. Bloggsíður frá afskekktum stöðum, sem fréttamenn komast jafnvel ekki til eða er meinað að heimsækja, geta orðið uppspretta heimsfrétta sem hefðu ekki ella borist umheiminum. Upplifun og skráning fólks á sögulegum atburðum renna nú óhindrað, án matreiðslu fagfólks í fréttum, inn á netið og geta hæglega gefið dýpri og áhrifaríkari mynd en hefðbundnu miðlarnir. En á sama tíma og heimurinn hefur þannig skroppið saman á netinu býður það líka fólki upp á að skapa sér einfaldari og þrengri mynd af tilverunni en áður hefur þekkst. Það er til dæmis auðvelt að drekkja sér í efni á netinu um eitt fótboltalið eða eina rokkhljómsveit eða hvaða öðrum skika mannlífsins sem er, og hætta að fylgjast með flestu öðru. Miðstýrt fréttamat er þannig á undanhaldi. Valdið er að færast frá rit- og fréttastjórum til fólksins sem sækir sér þær fréttir sem það hefur áhuga á. Og þótt það sé nýr veruleiki fyrir fjölmiðlafólk þarf hann ekki að vera svo slæmur því eins og Walter Lippman, frægur bandarískur dálkahöfundur frá síðustu öld, setti á blað um 1940, þá "hefur of mikil trú á eigið mikilvægi eyðilagt fleiri blaðamenn en brennivínsdrykkja". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Einn þekktasti fréttaritari í sögu BBC, Martin Bell, sagði einu sinni: "Fólki hættir til að trúa því að fréttamenn séu þar sem fréttirnar gerast. Þannig er það ekki. Fréttirnar eru þar sem fréttamennirnir eru." Var hann þar á vissan hátt að leggja út af hinni gamalkunnu heimspekilegu spurningu: Ef tré fellur í skóginum og enginn er nálægur heyrist hljóð? Auðvitað eru um allan heim sífellt að gerast fréttnæmir atburðir sem lenda ekki í kastljósi fjölmiðlanna einfaldlega vegna þess að ekki er nokkur leið að koma upplýsingum um þá á framfæri. En umhverfið er hins vegar mikið breytt frá því að Martin Bell lét ummælin hér að ofan falla og við lifum á tímum þar sem hlutdeild hefðbundinna fjölmiðla við fréttaöflun og upplýsingagjöf til almennings er að breytast svo hratt að litlir möguleikar eru að sjá fyrir hvar sú vegferð mun enda. Uppspretta frétta er orðin margfalt fjölbreyttari en sú að fólk sæki eingöngu til blaða, ljósvakamiðla eða fréttasíðna á netinu þar sem atvinnumenn í fréttum vega og meta hvað telst fréttnæmt og deila því síðan út til lesenda sinna, hlustenda eða áhorfenda. Netvæðing heimsins leikur lykilhlutverkið í þessum breytingum og umfram allt netsíður þar sem fólk miðlar upplýsingum, skrifuðu máli, stundum ljósmyndum og myndskeiðum, frá því sem það telur sjálft fréttnæmt. Í því samhengi leika farsímar með myndavélum og einfaldar, ódýrar stafrænar myndatökuvélar líka stórt hlutverk. Bloggsíður frá afskekktum stöðum, sem fréttamenn komast jafnvel ekki til eða er meinað að heimsækja, geta orðið uppspretta heimsfrétta sem hefðu ekki ella borist umheiminum. Upplifun og skráning fólks á sögulegum atburðum renna nú óhindrað, án matreiðslu fagfólks í fréttum, inn á netið og geta hæglega gefið dýpri og áhrifaríkari mynd en hefðbundnu miðlarnir. En á sama tíma og heimurinn hefur þannig skroppið saman á netinu býður það líka fólki upp á að skapa sér einfaldari og þrengri mynd af tilverunni en áður hefur þekkst. Það er til dæmis auðvelt að drekkja sér í efni á netinu um eitt fótboltalið eða eina rokkhljómsveit eða hvaða öðrum skika mannlífsins sem er, og hætta að fylgjast með flestu öðru. Miðstýrt fréttamat er þannig á undanhaldi. Valdið er að færast frá rit- og fréttastjórum til fólksins sem sækir sér þær fréttir sem það hefur áhuga á. Og þótt það sé nýr veruleiki fyrir fjölmiðlafólk þarf hann ekki að vera svo slæmur því eins og Walter Lippman, frægur bandarískur dálkahöfundur frá síðustu öld, setti á blað um 1940, þá "hefur of mikil trú á eigið mikilvægi eyðilagt fleiri blaðamenn en brennivínsdrykkja".
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun