Spilar knattspyrnu með Þór í sumar 2. júní 2006 00:01 Heiðmar Felixson Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Sjá meira
Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Sjá meira