Spilar knattspyrnu með Þór í sumar 2. júní 2006 00:01 Heiðmar Felixson Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Sjá meira
Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Sjá meira