Viðskipti erlent

Lög sett á verkfall í Noregi

BNbank í Osló BNbank er systurbanki Glitnis. Ef ekki hefði verið gripið í taumana hefði lítið verið unnið þar í gær.
BNbank í Osló BNbank er systurbanki Glitnis. Ef ekki hefði verið gripið í taumana hefði lítið verið unnið þar í gær.

Norska ríkisstjórnin kom í veg fyrir verkfall og verkbann á starfsmenn fjármálafyrirtækja sem bresta átti á í gær, mánudag.

Á sunnudag boðaði atvinnumálaráðherra landsins að sett yrðu lög sem bönnuðu vinnudeiluna. Í byrjun mánaðarins fóru um 6.000 tryggingastarfsmenn í verkfall og í gær áttu að bætast við starfsmenn sparisjóða og atvinnurekendur ætluðu að setja á verkbann.

Ríkisstjórnin kvað óviðunandi að láta átökin stigmagnast þannig, enda hefði athafnalíf í landinu lamast. Deilunni var því vísað til nefndar. Finansforbundet mótmælir og telur óeðlilegt að gripið sé inn í launadeilu á frjálsum markaði með þessum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×