Sú einfalda tilfinning 28. júní 2006 00:01 Það hefur verið ansi heitt hér í Berlín frá því fótboltakeppnin byrjaði. Við notum þetta margir sem afsökun fyrir því að horfa á leiki undir berum himni og yfir köldum drykk í einhverjum af þessum risastóru bjórgörðum sem virðast helsta lífsmarkið í atvinnulífi borgarinnar þessa dagana. Þetta gefur í leiðinni færi á ýmiss konar félagsfræðilegum athugunum. Ég myndi að vísu gefa nemendum mínum núll ef þeir notuðu sömu aðferðafræði og ég en þetta er notaleg vinnuaðstaða. Eitt af því sem ég hef tekið eftir á þessum rannsóknarferðum mínum er að lið frá Afríku og lið að mestu skipuð Afríkumönnum virðast njóta sérstakrar velvildar hjá fólki hér í borg. Ég hef ekki mælitæki upp á vasann en mér heyrist á klappinu og því sem sagt er að þessi lið séu í áberandi meira uppáhaldi en lið skipuð fólki með langar rætur í okkar eigin álfu. Nú eru allir hlutir sem snúa að skiptingu fólks í kynþætti afskaplega viðkvæmir hér í Berlín, af vel þekktum ástæðum, og því þótti mér þetta svolítið forvitnilegt og gerði enn óvísindalegri athugun á skoðunum manna á þessu. Það kom ekki á óvart að orð eins og samúð og aðdáun komu fram í skýringum manna auk þess sem mér var bent á að fæst evrópsku liðin hefðu spilað skemmtilega í keppninni. Það er hins vegar miklu stöðugra og áhrifameira fyrirbæri en samúð og aðdáun sem ég hef tekið eftir í þessari keppni. Og það er stórkostlega aukin nálægð fjarlægustu heimshluta. Hún minnir á sig allt í kringum okkur í stóru og smáu en oft með sérlega áhugaverðum og þægilegum hætti í þessari keppni. Nú er það svo sem ekki aldeilis nýtt að menn finni fyrir aukinni nálægð á milli ólíkustu heimshluta þessi árin. Þetta er eins konar leiðarstef samtímans. Það er líka auðvitað að menn ættu að finna til meiri nálægðar í fótbolta en í flóknari greinum menningar, því að í fótbolta eru markmið og leiðir öllu einfaldari en til að mynda í pólitík eða trúarbrögðum. Nálægðin hefur hins vegar aukist svo mikið á svo stuttum tíma að þarna er á ferðinni ein allra mikilvægasta bylting mannkynssögunnar. Í íslenskri landafræði, sem ég rétt slapp við að læra í mínum ungdómi, er að finna fróðleg dæmi um þær óravíddir sem áður skildu á milli landa. Þar segir um íbúa Afríku, að Hottentottar og Búskmenn standi á lægsta menningarstigi, en að Kaffar þrífist betur enda hafi þeir samið sig nokkuð að siðum hvítra manna. Kennslubókin segir að Súdansvertingjar séu að ýmsu leyti vel gefnir en að flestir svertingjar trúi hins vegar að voldugir andar búi í stokkum og steinum. Landkostir í Afríku fá heldur ekki háa einkunn í bókinni þótt á það sé bent að í Afríku megi finna dýrmæt hráefni fyrir iðnaðarþjóðir Evrópu. Þetta sést strax á heitum stuttra kafla. Einn kaflinn heitir: "Menningarskilyrði eru óheppileg." Annar heitir "Loftslagið í skógunum er banvænt." Landið er sagt að stórum hluta óhæft fyrir menningarþjóðir. Um loftslagið er sagt að það sé víðast óhollt hvítum mönnum, nema syðst í álfunni, og beinlínis banvænt hvítu fólki þar sem verst lætur. Fólk á Íslandi sem er fáum árum eldra en ég fékk þetta í veganesti út í lífið sem fróðleik um Afríku. Kaflar um Asíu eru litlu skárri. Góðar kenslubækur skipta máli, og stundum miklu mál. Um þau efni hef ég hugsað svolítið að undanförnu, ekki síst vegna þess að ég rakst nýlega á frásagnir af stórveldum framtíðarinnar, Kína og Indlandi, í íslenskri kennslubók sem minntu á þær órafjarlægðir sem áður voru á milli landa. Kynjasögur um fjarlægar slóðir sem skemmtu mönnum í einangrun fyrr á tímum eru hins vegar smám saman að verða hlægilegar á annan máta en áður. Það er auðvitað alltaf stutt í pólitík og enn styttra í fordóma, klisjur og grunnfærar staðalímyndir af fólki og þjóðum en sú einfalda tilfinning að mannkynið sé eitt og heimurinn einn er hins vegar sífellt að breiðast út og verða dýpri og sterkari. Fótboltaveislan í Þýskalandi minnir á þetta með skemmtilegri hætti en lestur á milli línanna í heimsfréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það hefur verið ansi heitt hér í Berlín frá því fótboltakeppnin byrjaði. Við notum þetta margir sem afsökun fyrir því að horfa á leiki undir berum himni og yfir köldum drykk í einhverjum af þessum risastóru bjórgörðum sem virðast helsta lífsmarkið í atvinnulífi borgarinnar þessa dagana. Þetta gefur í leiðinni færi á ýmiss konar félagsfræðilegum athugunum. Ég myndi að vísu gefa nemendum mínum núll ef þeir notuðu sömu aðferðafræði og ég en þetta er notaleg vinnuaðstaða. Eitt af því sem ég hef tekið eftir á þessum rannsóknarferðum mínum er að lið frá Afríku og lið að mestu skipuð Afríkumönnum virðast njóta sérstakrar velvildar hjá fólki hér í borg. Ég hef ekki mælitæki upp á vasann en mér heyrist á klappinu og því sem sagt er að þessi lið séu í áberandi meira uppáhaldi en lið skipuð fólki með langar rætur í okkar eigin álfu. Nú eru allir hlutir sem snúa að skiptingu fólks í kynþætti afskaplega viðkvæmir hér í Berlín, af vel þekktum ástæðum, og því þótti mér þetta svolítið forvitnilegt og gerði enn óvísindalegri athugun á skoðunum manna á þessu. Það kom ekki á óvart að orð eins og samúð og aðdáun komu fram í skýringum manna auk þess sem mér var bent á að fæst evrópsku liðin hefðu spilað skemmtilega í keppninni. Það er hins vegar miklu stöðugra og áhrifameira fyrirbæri en samúð og aðdáun sem ég hef tekið eftir í þessari keppni. Og það er stórkostlega aukin nálægð fjarlægustu heimshluta. Hún minnir á sig allt í kringum okkur í stóru og smáu en oft með sérlega áhugaverðum og þægilegum hætti í þessari keppni. Nú er það svo sem ekki aldeilis nýtt að menn finni fyrir aukinni nálægð á milli ólíkustu heimshluta þessi árin. Þetta er eins konar leiðarstef samtímans. Það er líka auðvitað að menn ættu að finna til meiri nálægðar í fótbolta en í flóknari greinum menningar, því að í fótbolta eru markmið og leiðir öllu einfaldari en til að mynda í pólitík eða trúarbrögðum. Nálægðin hefur hins vegar aukist svo mikið á svo stuttum tíma að þarna er á ferðinni ein allra mikilvægasta bylting mannkynssögunnar. Í íslenskri landafræði, sem ég rétt slapp við að læra í mínum ungdómi, er að finna fróðleg dæmi um þær óravíddir sem áður skildu á milli landa. Þar segir um íbúa Afríku, að Hottentottar og Búskmenn standi á lægsta menningarstigi, en að Kaffar þrífist betur enda hafi þeir samið sig nokkuð að siðum hvítra manna. Kennslubókin segir að Súdansvertingjar séu að ýmsu leyti vel gefnir en að flestir svertingjar trúi hins vegar að voldugir andar búi í stokkum og steinum. Landkostir í Afríku fá heldur ekki háa einkunn í bókinni þótt á það sé bent að í Afríku megi finna dýrmæt hráefni fyrir iðnaðarþjóðir Evrópu. Þetta sést strax á heitum stuttra kafla. Einn kaflinn heitir: "Menningarskilyrði eru óheppileg." Annar heitir "Loftslagið í skógunum er banvænt." Landið er sagt að stórum hluta óhæft fyrir menningarþjóðir. Um loftslagið er sagt að það sé víðast óhollt hvítum mönnum, nema syðst í álfunni, og beinlínis banvænt hvítu fólki þar sem verst lætur. Fólk á Íslandi sem er fáum árum eldra en ég fékk þetta í veganesti út í lífið sem fróðleik um Afríku. Kaflar um Asíu eru litlu skárri. Góðar kenslubækur skipta máli, og stundum miklu mál. Um þau efni hef ég hugsað svolítið að undanförnu, ekki síst vegna þess að ég rakst nýlega á frásagnir af stórveldum framtíðarinnar, Kína og Indlandi, í íslenskri kennslubók sem minntu á þær órafjarlægðir sem áður voru á milli landa. Kynjasögur um fjarlægar slóðir sem skemmtu mönnum í einangrun fyrr á tímum eru hins vegar smám saman að verða hlægilegar á annan máta en áður. Það er auðvitað alltaf stutt í pólitík og enn styttra í fordóma, klisjur og grunnfærar staðalímyndir af fólki og þjóðum en sú einfalda tilfinning að mannkynið sé eitt og heimurinn einn er hins vegar sífellt að breiðast út og verða dýpri og sterkari. Fótboltaveislan í Þýskalandi minnir á þetta með skemmtilegri hætti en lestur á milli línanna í heimsfréttum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun