Gagnrýnandi íslamstrúar varð ríkisstjórn að falli 1. júlí 2006 06:45 Ayaan Hirsi Ali Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna. Erlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Hollenski forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende gekk á fund Beatrix drottningar í gær og afhenti henni uppsagnarbréf samsteypustjórnar sinnar, sem setið hefur í þrjú ár. Því má búast við þingkosningum í Hollandi fyrir lok þessa árs. Stjórnin féll á fimmtudag eftir ósætti innbyrðis um misheppnaða tilraun til að svipta fyrrum þingkonuna Ayaan Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum, en hún er heimsfræg vegna gagnrýni sinnar á ofstækisfulla íslamstrú. Nú mun drottningin funda með ráðgjafa sínum auk leiðtoga flokka stjórnarinnar og ákveða hvort rétt sé að heimila Balkenende að leiða minnihlutastjórn um stund, eða hvort ákveða beri dagsetningu fyrir nýjar þingkosningar eins skjótt og unnt er. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hófu kosningabaráttu sína strax eftir tilkynningu Balkenende á fimmtudag og sögðu leiðtogar annarra flokka Balkenende ófæran um að leiða stjórn, þar sem honum tókst ekki að halda þessari saman eftir ágreininginn sem upp kom um ákvörðun Ritu Verdonk um að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum. Balkenende tók ákvörðun sína eftir að ráðherra minnsta flokks þriggja-flokka samsteypustjórnarinnar, D-66, sagði af sér á fimmtudag í mótmælaskyni við Verdonk, sem hefur neitað að segja af sér. Verdonk er bæði vinsælasti og mest umdeildi ráðherra í stjórn Balkenende. Lagabreytingar hennar varðandi innflytjendamál hafa verið gagnrýndar mjög af mannréttindasamtökum, en þjóðernissinnaðir Hollendingar, sem kenna innflytjendum um mörg vandamál Hollands, hafa klappað henni lof í lófa. Hirsi Ali, sem er af sómölskum uppruna, skrifaði handrit að kvikmynd sem fjallaði um meðferð á konum undir íslamstrú, sem varð til þess að ungur ofstækisfullur múslimi myrti kvikmyndargerðarmanninn, Theo Van Gogh, árið 2004. Hirsi Ali hefur sjálf verið undir lögregluvernd árum saman vegna morðhótana. Í maí ákvað Verdonk að svipta Hirsi Ali ríkisborgararétti sínum því við komuna til Hollands árið 1992 gaf hún upp rangt nafn og fæðingarár, að sögn vegna ótta við fjölskyldu sína. Eftir mikil mótmæli á alþjóðavettvangi, dró Verdonk sviptinguna til baka á þriðjudag, en neitaði jafnframt að segja af sér. Hirsi Ali hefur sagt af sér þingmennsku og flust til Bandaríkjanna.
Erlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira